139. löggjafarþing — 165. fundur
 16. september 2011.
Stjórnarráð Íslands, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 674. mál (heildarlög). — Þskj. 1191, nál. 1857, 1887 og 1892, brtt. 1858, 1861 og 1905.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[20:10]

[20:03]
Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að fara náið út í efnisatriði málsins sem nú kemur til atkvæða, það hefur verið gert í allmörgum ræðum.

Ég vildi geta þess að nú stefnir auðvitað í að frumvarpið taki verulegum breytingum milli 2. og 3. umr. Það gerir að verkum að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins munum sitja hjá við allmörg ákvæði frumvarpsins, bæði þau sem eiga eftir að breytast og önnur sem þeim tengjast. Við munum hins vegar láta í ljósi andstöðu okkar við ákveðnar breytingartillögur sem hér koma til atkvæða og undirstrikum að þrátt fyrir að við teljum að vonir séu um að málið batni þegar það kemur til 3. umr., leggjumst við gegn frumvarpinu sem slíku.



[20:04]
forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta frumvarp felur í sér verulega tiltekt í stjórnsýslunni eftir hrunið, m.a. samkvæmt ábendingum rannsóknarnefndar Alþingis. Þar á ég við bætta stjórnarhætti, að gera stjórnsýsluna skilvirkari og betri og gagnsærri og auðvelda breytingar á verkaskiptingu milli ráðuneyta í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.

Ég vil nota þetta tækifæri, virðulegi forseti, til að þakka allsherjarnefnd fyrir góða vinnu í þessu máli og þá niðurstöðu sem hér er fengin.



[20:05]
Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um þetta stóra mál sem við erum búin að ræða hér nokkuð ítarlega. Við þingmenn Framsóknarflokksins munum sitja hjá við allflestar breytingartillögur sem hér eru lagðar fram en í öðrum greiða atkvæði á móti, þær eru mun færri. Síðan munum við að sjálfsögðu gera grein fyrir endanlegri afstöðu okkar er kemur að lokaafgreiðslu málsins eftir 3. umr.

Málið mun að sjálfsögðu taka töluverðum breytingum og við munum gefa almenna yfirlýsingu um það við atkvæðagreiðslu að lokinni 3. umr.



[20:06]
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta frumvarp er að koma til atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. Ég hef gagnrýnt marga þætti í frumvarpinu og fundist að með því sé vald fært frá Alþingi til framkvæmdarvaldsins, sem ég hef ekki aðhyllst.

Þetta mál er að taka miklum breytingum á þinginu og sérstaklega ein grundvallargrein þess, en boðaðar hafa verið breytingar á henni fyrir 3. umr. og ég fagna því sérstaklega.

Ég vil segja að ég mun sitja hjá við einstakar tilteknar greinar í frumvarpinu en að öðru leyti styð ég að sjálfsögðu að það gangi til 3. umr.



[20:07]
Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta mál þokast áfram. Í upphafi kom þetta sem gallað frumvarp í þingið og er dæmigert um frumvörp sem eiga að vinnast með öðrum hætti en gert hefur verið, þ.e. að embættismenn í forsætisráðuneytinu semji þau alfarið. Engu er líkara en það hafi verið samið til að komast fram hjá niðurstöðum þeirra skýrslna sem vísað er til í því en sem betur fer og fyrir valinkunna verkkunnáttu hv. formanns allsherjarnefndar Róberts Marshalls hefur það tekið grundvallarbreytingum.

Það skiptir hins vegar höfuðmáli að breytingartillögur sem liggja frammi við frumvarpið nái allar fram að ganga. Ef þær ná ekki allar fram að ganga er verr af stað farið en ekki því frumvarpið er meingallað eins og það liggur fyrir óbreytt. Ég hvet alla þingmenn til að taka vel undir breytingartillögurnar.



[20:08]
innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þegar þetta frumvarp fór frá ríkisstjórninni á sínum tíma, lýsti ég því yfir að ég hefði fyrirvara á stuðningi mínum við málið. Ég ítrekaði þann fyrirvara í þingræðu í gær og jafnframt að ég hef gagnrýnt þann hugmyndagrunn sem þetta frumvarp að hluta til byggir á og hvetur til aukinnar miðstýringar innan stjórnsýslunnar. Það er nokkuð sem ég er mjög ósáttur við.

Frumvarpið hefur hins vegar tekið ákveðnum breytingum í umræðunni og fyrirhugaðar eru enn meiri breytingar á því. Ég verð að segja að eftir því sem málið hefur þróast og þroskast hefur dofnað yfir fyrirvara mínum. Ég er ekki að fullu sáttur við málið, alls ekki, síður en svo. En ég vildi (Forseti hringir.) gera þingheimi grein fyrir því að ég mun ekki standa í vegi fyrir því að frumvarpið verði að lögum.



Brtt. 1858,1 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  SII,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1858,2 kölluð aftur.

[20:11]
Róbert Marshall (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Sú breytingartillaga við 2. gr. sem hér er til atkvæðagreiðslu er kölluð inn til nefndar á milli umræðna, ekki til að draga hana til baka heldur til að gera á henni breytingar í samræmi við það samkomulag sem tekist hefur á milli flokka á Alþingi.

Ég vil jafnframt geta þess að tvær aðrar greinar verða kallaðar til nefndar í sama tilgangi, til að gera á þeim breytingar í meðförum nefndarinnar.



[20:12]
Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég sem allsherjarnefndarmaður og samfylkingarmaður er aðili að því samkomulagi sem hér er í uppsiglingu um þessa grein og aðrar í frumvarpinu sem deilur hafa staðið um. Ég vil hins vegar taka fram af þessu tilefni að ég harma mjög að við skyldum ekki hafa komist að betri niðurstöðu í þessu. Ég tel að þetta eigi að vera eins og í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, sem ég hef nefnt nokkuð í þessum umræðum, það bæti starf Alþingis, geri það skilvirkara og efli eftirlitshlutverk þess að hafa það þannig að framkvæmdarvaldinu sé sinnt og löggjafarvaldinu sinnt. Það er þess vegna með harm í huga sem ég hlýði á þá tillögu hv. þm. Róberts Marshalls að þetta verði kallað til 3. umr.



Brtt. 1905 kölluð aftur.

 2. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
18 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  JBjarn,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SII,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 3. gr. samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1858,3 samþ. með 30:15 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH.
4 þm. (AtlG,  EyH,  JBjarn,  SII) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:14]
Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Sú breytingartillaga sem hér kemur til atkvæða kom inn í frumvarpið frá meiri hluta allsherjarnefndar í nefndarstörfum. Hún felur í sér að út úr lagatextanum er tekin grein sem hljóðar svo að hvert ráðuneyti skuli lagt óskipt til eins og sama ráðherra, þ.e. það sé bara einn ráðherra í hverju ráðuneyti. Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins teljum að með þessari breytingartillögu sé opnað fyrir heimild til að hafa fleiri en einn ráðherra í hverju ráðuneyti. Við teljum þá hugmynd varasama og á margan hátt ómótaða og óútfærða og eingöngu til þess fallna að rugla stjórnsýsluna en ekki til að bæta vinnubrögð.



 4. gr., svo breytt, samþ. með 30:15 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH.
4 þm. (AtlG,  EyH,  JBjarn,  SII) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 5. gr. samþ. með 32:1 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  PHB.
16 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1858,4.a samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1858,4.b kölluð aftur.

 6. gr., svo breytt, samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1861,1 felld með 27:17 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁÞS,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GLG,  JBjarn,  LGeir,  MSch,  OH,  RM,  SJS,  SSv,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ.
nei:  ÁPÁ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HHj,  IllG,  JóhS,  KLM,  MÁ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SER,  SII,  SkH,  TÞH,  VBj,  VigH,  ÖS.
6 þm. (AtlG,  GuðbH,  GStein,  HLÞ,  JRG,  ÓÞ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.
6 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:18]
Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Breytingartillaga þessi er nánast orðrétt samhljóða því sem segir í skýrslu þingmannanefndar Alþingis sem þessi þingheimur samþykkti 63:0 á sínum tíma. Breytingin er sem svo segir:

„Haga skal fundargerð með þeim hætti að í ljós sé leitt hverjir hafa með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverju því sem tekið er fyrir á ríkisstjórnarfundi. Bókuð sé afstaða hvers ráðherra til mála.“

Í greininni óbreyttri stendur að bóka megi afstöðu hvers ráðherra að hans eigin ósk. Ekki er farið að tilmælum skýrslu rannsóknarnefndarinnar né skýrslu þingmannanefndarinnar ef greinin er samþykkt óbreytt. Þingið er á einkennilegri vegferð ef það ætlar nú nokkrum mánuðum seinna að breyta þar út af.



[20:19]
Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Breytingartillagan sem hér er til atkvæða er afrakstur umræðna sem áttu sér stað í allsherjarnefnd, m.a. um það hversu nákvæmar fundargerðir skulu vera. Ég hef verið þeirrar skoðunar að ákvæðið eins og það er orðað í breytingartillögu hv. þm. Þórs Saaris gangi fulllangt, ég hef t.d. talið nægilegt að það sé möguleiki fyrir ráðherra að bóka afstöðu sérstaklega en óþarfi sé að tilgreina afstöðu ráðherra til allra þeirra fjölmörgu mála sem geta komið fyrir á ríkisstjórnarfundi. Að okkar mati er óþarflega langt gengið í þessari breytingartillögu og því getum við ekki stutt hana.



[20:20]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég mun greiða atkvæði á móti þessum breytingartillögum við 7. gr. Ástæðan er einfaldlega sú að ég held að ekki sé búið að ganga þannig frá málum að þetta sé framkvæmanlegt og virki á þann hátt sem hugsunin er í tillögunni.

Ég tek heils hugar undir meininguna í tillögunum en ég held að þetta gangi hreinlega ekki upp í framkvæmd og muni ekki skila því markmiði sem til er ætlast. Þess vegna mun ég segja nei.



[20:21]
Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um lið sem náðist ekki sátt um í nefndinni. Í þessu efni er engin flokkslína heldur hafa þingmenn sömu flokka mjög ólíkar skoðanir á þessu. Ég er mjög hlynntur þessari grein og breytingartillögu hv. þm. Þórs Saaris. Ég þykist vita að samflokksmenn mínir, a.m.k. sumir sem sátu í nefndinni, séu það ekki. Þetta felur einfaldlega í sér nákvæmari lýsingu á þeim atriðum sem færa á til bókar í fundargerðir ríkisstjórnar. Ég segi já.



[20:22]
Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Þessi tillaga er borin fram af góðum hug og hefur … (Gripið fram í: Eru einhverjar tillögur bornar fram með …?) Ja, tali nú hver fyrir sig um það. Ég er ekki að hnjóða í tillöguflytjandann en tel að tillagan lýsi ekki þeirri reynslu af félagsstörfum og stjórnmálum sem við þurfum að miða við í lagasmíð okkar. Ég lagðist gegn henni í nefndinni og geri það aftur við atkvæðagreiðsluna og segi nei.



[20:23]
Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Nú sit ég ekki í allsherjarnefnd og hef ekki hlýtt á þær rökræður sem þar fóru fram en ég verð þó að segja að það kemur mér afar spánskt fyrir sjónir að gerð sé krafa um að fært sé til bókar það sem einstakir ráðherrar segja í ríkisstjórn um mál sem þar eru til umfjöllunar líkt og þeir ættu þar sæti í fjölskipuðu stjórnvaldi. Það er ríkisstjórnin að sjálfsögðu alls ekki. Það er því undarleg tillaga að færa eigi sérstaklega til bókar hvernig einstakir ráðherrar tjá sig um þau mál sem aðrir ráðherrar hafa ýmist lagt fram eða mælt fyrir í ríkisstjórninni.

Mér finnst þetta satt best að segja vera enn eitt dæmi um að menn hrökkvi til í kjölfar hrunsins og rannsóknarskýrslunnar og ræði alls konar útfærslur á atriðum í stjórnsýslunni og haldi að þeir séu að færa mál til betri vegar þegar því er einmitt þveröfugt farið. Á sama tíma sitja mál sem öllu varða um hag heimilanna í landinu á hakanum.



Brtt. 1858,5.a samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SII,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1858,5.b samþ. með 26:16 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SkH,  SJS,  SSv,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH.
6 þm. (AtlG,  ÁRJ,  EyH,  SER,  SII,  VBj) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.
8 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:26]
Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Við höfum fellt tillögu um mjög ítarlega skráningu upplýsinga á ríkisstjórnarfundum. Það er afar mikilvægt að upplýsingar séu færðar með nákvæmum hætti og var eitt af þeim atriðum sem mikil áhersla var lögð á í þeim skýrslum og álitum sem við miðuðum við við vinnslu þessa frumvarps. Það er því afar þýðingarmikið að málsgreinin sem þarna er sett fram hljóti samþykki í þessari atkvæðagreiðslu. Hún felur í sér að allir fundir ríkisstjórnarinnar skulu hljóðritaðir og afrit geymd í vörslu Þjóðskjalasafns í 30 ár. Ég segi já.



[20:27]
Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Hér eru greidd atkvæði um hvort hljóðrita beri alla ríkisstjórnarfundi og geyma hljóðritin í 30 ár áður en þau verði opinber. Í fyrsta lagi er ég ekki viss um að búið sé að hugsa eða skoða nægilega vel hvernig þetta kemur til með að vera í framkvæmd. Í öðru lagi lýsti ég því sjónarmiði í umræðum um málið að ég hefði áhyggjur af því að þetta breytti eðli ríkisstjórnarfunda þannig að viðkvæm mál yrðu hugsanlega færð út af ríkisstjórnarfundum í umræðu og efaðist þess vegna um að breytingartillagan mundi ná þeim tilgangi sínum að til yrðu góðar heimildir um starf ríkisstjórna. Á grundvelli þeirra efasemda get ég ekki stutt þessa breytingartillögu.

Ég verð raunar að geta þess líka að það er ákveðið umhugsunarefni að þarna er gert ráð fyrir 30 ára varðveislutíma þessara hljóðrita og vernd yfir þeim, ef svo má segja, en þeim tíma má auðvitað breyta með einfaldri lagabreytingu hér á þingi hvenær sem er.



[20:28]
Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Þetta er ein af þeim mikilvægustu breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Verið er að tryggja rekjanleika og upplýsingar þó að allt að því 30 ár líði þangað til upplýst er um hvað menn hafa haft fram að færa á ríkisstjórnarfundum. Þetta er mjög mikilvæg tilraun til að stöðva þá leyndarhyggju sem hefur verið alls ráðandi í stjórnsýslunni áratugum saman. Það er mjög mikilvægt að við förum eftir þeim leiðbeiningum sem okkur voru gefnar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, í skýrslu þingmannanefndar Alþingis sem var samþykkt 63:0, í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu, sem og í skýrslunni Samhent stjórnsýsla. Þetta er skref í þá átt og ég skora á þingmenn að taka vel undir þessa breytingartillögu. Annað væri ekki sæmilegt sé miðað við þær skýrslur sem um hefur verið talað.



[20:30]
Þráinn Bertelsson (Vg):

Frú forseti. Af öllum greinum ritlistar er færsla fundargerða einna mest skapandi, allt frá fundargerðinni stuttu: „Umræður“, sem er alveg sannleikanum samkvæmt og segir í einu orði frá því sem gerðist á fundi.

Ég greiddi áðan atkvæði með breytingartillögu frá Þór Saari um hvernig ætti að færa fundargerðir og hvað ætti í þeim að standa en þekkjandi mannlega náttúru, afl pennans og sköpunargáfu þeirra sem honum stýra þá treysti ég engu nema því að þessar heimildir verði geymdar, að sannleikurinn komi í ljós um síðir. 30 ár eru langur tími en oft þarf maður að bíða í lengri tíma en 30 ár eftir sannleikanum. Það sem skiptir máli er að sannleikurinn komi í ljós og menn viti það, bæði þeir sem sitja á fundunum og þeir sem færa fundargerðina. Því styð ég þessa tillögu.



[20:31]
Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég styð þessa góðu tillögu. Ég held að hún verði ráðherrunum hvatning til að tala rétt og slétt og ég held að hún agi samskipti þeirra á ríkisstjórnarfundunum. Ég held að hún verði mjög mikilvæg sagnfræðileg heimild í framtíðinni. Einkum styð ég hana vegna þess að ég hlakka mikið til þegar við á dvalarheimilum aldraðra fáum fyrstu sendinguna af hljóðrituðum ríkisstjórnarfundum 1. janúar 2042.



[20:32]
Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef alla tíð lýst því yfir í allsherjarnefnd að ég gæti ekki stutt þessa tillögu og ég tel ekki að það geri mig að ósæmilegri manneskju og ætla að sitja hjá. Ég tel að þessar hljóðritanir munu ekki gefa neitt sögulegt yfirlit yfir það hvernig fólk kemst að niðurstöðu vegna þess að það ræðir það annars staðar.



[20:32]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Líkt og áðan tel ég að hugsunin í þessari tillögu sé mjög góð. Ég held hins vegar að hún gangi ekki upp. Það að taka upp fundina mun ekki eyða leyndarhyggjunni á nokkurn hátt. Ef hún er til staðar mun hún bara færast annað. Það verður búið að græja hlutina áður en að ríkisstjórnarfundi kemur.

Tillagan áðan um fundargerðirnar var ekki nógu skýr að mínu viti og gekk kannski ekki nógu langt. Ég hefði talið heppilegra að vera með góða skilgreiningu á því hvernig færa ætti fundargerðir. Þetta er ekki til að leysa þau mál sem hér er rætt um. Ef vandi er til staðar þá færist hann bara eitthvert annað. Það er það sem mun gerast. Það sem við getum hins vegar hlustað á eftir 30 ár er líklega samantekt á nokkrum góðum leikritum sem hafa verið sett upp á ríkisstjórnarfundum.



[20:33]
Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég hef lýst því áður í umræðum um málið að ég hefði fyrirvara á nefndaráliti vegna þessarar tillögu. Hana bar nokkuð brátt að og ég hef, meðan umræður hafa staðið klukkutímum og tugklukkutímum saman, hlýtt á mál þingmanna og vegið það og metið. Ég tel að tillagan eigi fullkomlega rétt á sér og hef nú afráðið að styðja hana og segi já.



 7. gr., svo breytt, samþ. með 29:15 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SkH,  SJS,  SSv,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH.
5 þm. (AtlG,  EyH,  SER,  SII,  VBj) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 8. gr. samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
18 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  JBjarn,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:35]
Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég kem upp til að gera grein fyrir afar hlutleysislegu atkvæði mínu varðandi þessa tilteknu grein vegna þess að hún var nokkuð rædd í umræðum um þetta mál. Ég held að umræðan hafi kannski leitt í ljós að með orðinu samhæfður og að forsætisráðherra skuli samhæfa störf ráðherra, sé ekki átt við það sem sumir okkar höfðu áhyggjur af, að forsætisráðherra færi að skipta sér beinlínis af eða taka fram fyrir hendur á ráðherrum sem eru sjálfstæðir í störfum sínum miðað við önnur ákvæði.

Í ljósi þess skilnings að um samráð og milda samhæfingu sé að ræða, greiði ég ekki atkvæði gegn þessu. Ég ítreka að miklu skiptir að ekki sé um að ræða (Forseti hringir.) bein afskipti af ráðherrum sem eru sjálfstæðir í störfum sínum.



Brtt. 1858,6–7 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SII,  SkH,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
17 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  RR,  SER,  SIJ,  SF,  SJS,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 9. gr., svo breytt, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SER,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 10. gr., svo breytt, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
18 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  JBjarn,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1858,8 kölluð aftur.

 11. gr. samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  GÞÞ,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1858,9–13 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 12.–19. gr., svo breyttar, samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:42]
Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Þær greinar sem eru til umræðu hafa ekki verið þungamiðja þeirrar deilu sem átt hefur sér stað um frumvarpið. Ég vek þó athygli á því að margar þessar greinar fela ekki í sér efnislegar breytingar frá núverandi skipan mála heldur eru, ef svo má segja, umorðun og skýring á réttarástandi sem leiða má af venju og öðrum lögum.

Ég vildi hins vegar, hæstv. forseti, vekja sérstaka athygli á því að í 3. mgr. 12. gr. er komið með nýtt hugtak, óbindandi álit frá ráðherrum. Ég verð að játa að ég hef ekki enn komist að niðurstöðu um hvað í því felst þannig að ég vek athygli hv. þingmanna á því.



Brtt. 1861,2 felld með 42:4 atkv. og sögðu

  já:  BirgJ,  DSt,  ÞSa,  ÖJ.
nei:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BJJ,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HLÞ,  HHj,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  TÞH,  VBj,  VigH,  ÞrB,  ÞBack,  ÖS.
2 þm. (AtlG,  SER) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:44]
Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Þetta er tilraun til að opna stjórnsýsluna og gera hana gagnsærri. Málsgreinin hljóðar svo:

„Ráðuneytisstjórum er skylt að mótmæla eða koma að athugasemdum telji þeir gjörðir ráðherra ekki samræmast lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum. Samsvarandi skylda hvílir einnig á skrifstofustjórum óháð afstöðu ráðuneytisstjóra. Mótmæli og athugasemdir af þessum toga ber að tilkynna til umboðsmanns Alþingis.“

Við höfum legíó af tilfellum þar sem háttsettir menn í stjórnsýslunni hafa látið af störfum og aldrei hefur verið upplýst af hverju. Nýjasta dæmið er brottför forstjóra Bankasýslu ríkisins. Við höfum dæmi um fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu sem lét af störfum við mjög einkennilegar aðstæður, við höfum fyrrverandi formann einkavæðingarnefndar sem lét af störfum vegna mjög sérstakra aðstæðna. Í stjórnsýslunni er legíó af svona dæmum. Stjórnsýslan er til fyrir almenning í landinu en ekki fyrir ráðuneytisstjóra eða fyrir ráðherra og almenningur á skilyrðislaust að fá upplýsingar um þau deilumál sem eru til staðar í stjórnsýslunni. Þetta er tilraun til að opna á það en því miður er ekki áhugi á því, (Forseti hringir.) ég er viss um það.



Brtt. 1858,14 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) fjarstaddir.

 20. gr., svo breytt, samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 21. gr. samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
18 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1858,15 (ný 22. gr.) samþ. með 29:16 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  GuðbH,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH.
4 þm. (AtlG,  DSt,  GLG,  SII) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.
4 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:47]
Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Frumvarp hæstv. forsætisráðherra gerði ráð fyrir því að auk þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar hafa samkvæmt núgildandi lögum væri heimilt að ráða sérstaka pólitíska ráðgjafa. Meiri hluti allsherjarnefndar leggur nú til að ráðgjafarnir verði einnig aðstoðarmenn og við bætist nokkur hópur aðstoðarmanna þannig að heildarfjöldi aðstoðarmanna verði ráðherrafjöldinn sinnum tveir, plús þrír, þ.e. 23 miðað við núverandi fjölda ráðherra.

Hér er um að ræða fjölgun pólitískra starfsmanna ráðherranna á tímum þegar við erum að draga úr kostnaði, neyðumst til að fækka ríkisstarfsmönnum hvarvetna í kerfinu, og því hlýt ég að leggjast gegn þessari tillögu.



[20:48]
Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Þau okkar sem vorum aðstoðarmenn ráðherra í hrunvikunni 2008 munum eftir því hvernig var að ganga í gegnum þá tíma (Gripið fram í.) og hafa ekki neina burði eða tök á því að ráða á skömmum tíma inn í ráðuneytin, bregðast við neyðarástandi sem blasti við þjóðinni, færa á milli ráðuneyta fólk sem gæti komið til aðstoðar þar sem virkilega þurfti.

Þetta er heimildarákvæði sem við búum til hér. Það er ekki þar með sagt að við séum að fjölga aðstoðarmönnum með þessu, það ræðst að sjálfsögðu af þeim fjárheimildum sem ráðuneytin hafa. Þetta sýnir vilja til að auka getu stjórnsýslunnar til að bregðast við neyðarástandi eða hverjum þeim krísum sem upp kunna að koma.



[20:49]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil segja það að þetta var athyglisvert. Það er ljóst að það er neyðarástand hjá ríkisstjórninni, því þarf að fjölga aðstoðarmönnum til að taka á því.

Ég verð að segja að það er illréttlætanlegt að fara í þessa vegferð nú. Það er rétt að þetta er heimildarákvæði eins og hv. þm. Róbert Marshall greindi frá og ég vona svo sannarlega að það verði ekki nýtt. Við höfum þörf fyrir þá fjármuni sem nota á í aðstoðarmennina í annað, það þarf að styrkja Alþingi og ýmislegt annað. Við munum því greiða atkvæði á móti þessari tillögu núna af því að við munum væntanlega ekki fá tækifæri til þess í 3. umr., þ.e. þetta mun ekki taka neinum breytingum samkvæmt því samkomulagi sem hér hefur verið gert. Ég ítreka að þetta er kannski ekki það sem þarf akkúrat í dag í íslensku samfélagi, að fjölga aðstoðarmönnum.



[20:50]
Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Allt frá árinu 1971 hafa verið ráðnir aðstoðarmenn í ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands. Hér er í fyrsta sinn verið að ganga formlega frá því hver staða þeirra er og hversu margir þeir megi vera í Stjórnarráði Íslands.

Þetta er heimildarákvæði eins og hér er sagt. Í reynd er litlu verið að breyta miðað við það sem tíðkast hefur á undanförnum árum en verið er að setja um þetta ramma og eftir því hefur einmitt verið kallað, ekki aðeins á Íslandi heldur í öllum löndum í kringum okkur. Nægir þar að benda á nýlega skýrslu OECD um þörfina á því að formgera það pólitíska hlutverk sem ráðherra er ætlað til stefnumörkunar og styrkja hann í því hlutverki.



 23. gr. samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1858,16 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
18 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 24. gr., svo breytt, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
18 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

[20:54]
Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti ályktar að hv. þingmaður hafi verið að gera grein fyrir atkvæði sínu í næstu atkvæðagreiðslu.



 25. gr. samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
18 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:53]
Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Hér er verið að halda áfram því starfi sem við hófum í vor þegar við samþykktum lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál. Með þessu erum við vonandi ekki einungis að bæta það mál sem talað er í Stjórnarráðinu heldur að stuðla að því að Stjórnarráðið endurspegli og bregðist við kröfum frá þeim fjölbreytilega málheimi sem til staðar er í samfélagi okkar.



Brtt. 1858,17 (ný grein, verður 26. gr.) samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RR,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
15 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 26. gr. (verður 27. gr.) samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  GÞÞ,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Brtt. 1858,18 samþ. með 32:16 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH.
1 þm. (AtlG) greiddi ekki atkv.
14 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  MT,  OH,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:56]
Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vek athygli á því að sú breytingartillaga frá meiri hluta allsherjarnefndar sem við greiðum atkvæði um, gerir ráð fyrir því að unnt verði að ráða aðstoðarmennina sem heimilt er að bæta við, miðað við afgreiðslu okkar fyrr í dag, þegar við gildistöku laganna.

Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir því að þessi fjölgun aðstoðarmanna og pólitískra starfsmanna í ráðuneytum biði fram yfir næstu kosningar. Það var rökstutt með tilliti til fjárhagsstöðu ríkisins og sparnaðarsjónarmiða. Nú hefur kannski eitthvað breyst varðandi fjármálin, a.m.k. hefur meiri hluti allsherjarnefndar ekki áhyggjur af fjárhagslega þættinum. Ég greiði atkvæði gegn þessu á sömu forsendum og breytingunni um fjölgun aðstoðarmanna og tel hana ótímabæra og óþarfa.



 27. gr. (verður 28. gr.), svo breytt, samþ. með 31:15 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  DSt,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HLÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  MSch,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  ÓN,  PHB,  REÁ,  SDG,  TÞH,  VigH.
1 þm. (AtlG) greiddi ekki atkv.
16 þm. (ÁJ,  BjörgvS,  EKG,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  LGeir,  MT,  OH,  RR,  SIJ,  SF,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:58]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Verið er að greiða atkvæði um að flýta því að heimilt sé að ráða aðstoðarmennina — heimilt að ráða, við skulum halda því til haga, það er ekkert víst að af því verði. Það felst hins vegar ákveðin yfirlýsing í því að breyta þessu, það má ætla að ríkisstjórnin ætli sér að drífa í því að fjölga aðstoðarmönnum. Það hefði verið betra ef þetta hefði tekið gildi síðar en svona er þetta, það er greinilega ásókn í að fjölga aðstoðarmönnum. Það má velta fyrir sér hvort fjárhagur ríkissjóðs hafi batnað svona mikið frá því að málið kom til allsherjarnefndar en ég tel mikinn vafa leika á því og vafasamt að réttlæta það þannig.

Frú forseti. Ég held að við eigum að nota þá fjármuni sem ætlaðir eru í aðstoðarmenn til að setja í sjúkrahúsin og það sem meira skiptir, Alþingi þess vegna, og ég greiði atkvæði á móti því.



Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til allshn.