Smíði skuttogara fyrir Marokkó
Miðvikudaginn 19. október 1988

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Nú fer fram umræða utan dagskrár um synjun ríkisstjórnarinnar um aðstoð við smíði tíu skuttogara fyrir Marokkó. Þessi umræða fer fram samkvæmt síðari mgr. 32. gr. þingskapa, þ.e. hún verður ekki takmörkuð við hálftíma eins og gildir um umræðu samkvæmt fyrri mgr. 32. gr. þingskapa. Samt sem áður mælist forseti eindregið til þess við þingheim að ræðumenn stilli máli sínu í hóf og það er einlæg ósk forseta að þessari umræðu geti lokið fyrir venjubundinn fundatíma þingflokka, þ.e. fyrir kl. 4. Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls hv. 7. þm. Reykv., Júlíus Sólnes.