Tilkynningar um þing­störf

29.12.2016 : Nefnd til að undirbúa hátíðarhöld árið 2018

Á þingfundi 22. desember var kosið í sjö manna í nefnd til að undirbúa hátíðarhöld árið 2018 um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands skv. ályktun Alþingis frá 13. október 2016.

Lesa meira

23.12.2016 : Hlé á þingfundum

Ávarp forseta Íslands við þingsetninguFundum Alþingis hefur verið frestað frá 22. desember 2016 til 24. janúar 2017. Yfirlit yfir stöðu mála á yfirstandandi þingi, 146. löggjafarþingi, sem hófst 6. desember 2016.

Lesa meira

15.12.2016 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 14. desember klukkan 20:50

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfundar miðvikudaginn 14. desember klukkan 20:50

Lesa meira

14.12.2016 : Enginn þingfundur miðvikudaginn 14. desember

Enginn þingfundur verður í dag, miðvikudaginn 14. desember, en fundað er í nefndum.

Lesa meira

12.12.2016 : Enginn þingfundur mánudaginn 12. desember

Enginn þingfundur verður í dag, mánudaginn 12. desember, en fundað er í nefndum.  

5.12.2016 : Setning Alþingis þriðjudaginn 6. desember 2016

Þingsetningarathöfnin hefst kl.13.30 þriðjudaginn 6. desember með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands setur Alþingi, 146. löggjafarþing, og að því loknu tekur starfsaldursforseti við fundarstjórn og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar.

Lesa meira

1.12.2016 : Þingsetning 146. löggjafarþings

Nýtt löggjafarþing, 146. þing, kemur saman þriðjudaginn 6. desember 2016 samkvæmt forsetabréfi um samkomudag Alþingis sem gefið var út þann 30. nóvember.

Lesa meira

13.10.2016 : Tölfræðilegar upplýsingar um 145. löggjafarþing

Þingfundur 11. apríl 2016Þingfundum 145. löggjafarþings var frestað 13. október 2016. Þingið var að störfum frá 8. sept. 2015 til 19. des. 2015 og frá 19. jan. til 8. júní 2016 og síðan frá 15. ágúst til 13. október 2016.

Lesa meira

13.10.2016 : Ávarp forseta Alþingis við þingfrestun

Ávarp forseta við þingfrestun í október 2016

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, flutti ávarp við þingfrestun 13. október 2016. Í ávarpi sínu greindi hann meðal annars frá því að þingið sem nú er að ljúka sé lengsta þingið, talið í þingfundadögum, en þeir hafa verið 147.

Lesa meira

12.10.2016 : Þingfundur hefst kl. 10 árdegis 13. okt.

Þingfundur hefst kl. 10 árdegis fimmtudaginn 13. október 2016.

10.10.2016 : Sérstakar umræður um áhrif málshraða við lagasetningu

Birgitta Jónsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson

Þriðjudaginn 11. október kl. 11 árdegis verða umræður um áhrif málshraða við lagasetningu. Málshefjandi er Birgitta Jónsdóttir og til andsvara verður forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.

Lesa meira

10.10.2016 : Sérstakar umræður um vaxtagreiðslur af lánum almennings

Þorsteinn Sæmundsson og Bjarni Benediktsson

Þriðjudaginn 11. október kl. 3 síðdegis verða sérstakar umræður um  vaxtagreiðslur af lánum almennings. Málshefjandi er Þorsteinn Sæmundsson og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

7.10.2016 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánud. 10. okt.

Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 10. okt. kl. 10:30: Fjármála- og efnahagsráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra.

Lesa meira

7.10.2016 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma þriðjud. 11. okt.

Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma þriðjudaginn 11. okt. kl. 10:30: Forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

3.10.2016 : Varamenn taka sæti

Í upphafi þingfundar 3. okt. tóku tveir varaþingmenn sæti: Anna Margrét Guðjónsdóttir fyrir Valgerði Bjarnadóttur og Óli Björn Kárason fyrir Vilhjálm Bjarnason.

Lesa meira

3.10.2016 : Varamenn taka sæti

Í upphafi þingfundar 3. okt. tóku tveir varaþingmenn sæti: Anna Margrét Guðjónsdóttir fyrir Valgerði Bjarnadóttur og Óli Björn Kárason fyrir Vilhjálm Bjarnason. Lesa meira

30.9.2016 : Óundirbúinn fyrirspurnatími mánudaginn 3. okt.

Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 3. okt. kl. 10:30: Félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

30.9.2016 : Óundirbúinn fyrirspurnatími mánudaginn 3. okt.

Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 3. okt. kl. 10:30: Félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra. Lesa meira