Aðgerðir í efnahagsmálum
Miðvikudaginn 14. desember 1988

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Þó það hafi ekki efnislega þýðingu að fella síðari mgr. 4. gr. niður, þó svo að verkbönn, verkföll og samúðarvinnustöðvanir séu eftir sem áður bönnuð til 15. febr. samkvæmt almennum vinnuréttarlögum, eins og glögglega hefur verið gerð grein fyrir bæði af forseta Alþýðusambands Íslands og lögfræðingi m.a., tel ég ástæðulaust að þessi grein sé hér í þessum lögum vegna þeirrar andstöðu sem við hana hefur komið. Þó svo hún hafi ekki efnislega þýðingu segi ég já.