Fyrirspurn um þjóðargjaldþrot o.fl.
Þriðjudaginn 20. desember 1988

     Stefán Guðmundsson:
    Virðulegi forseti. Erindið sem ég á upp í þennan ræðustól er svipað og hv. þm. Skúli Alexanderssson átti hingað, aðeins að árétta og spyrja: Heyrði ég virkilega rétt að forseti Sþ. gaf yfirlýsingu um það að fimmtudeginum nk. yrði varið til að svara fyrirspurnum og m.a. um ekki stærra mál en það hvort við blasti þjóðargjaldþrot. Þá sýnist mér að dagurinn mundi varla endast. Ég endurtek spurningu mína til forseta: Er það meining forseta að fimmudeginum nk. verði varið til að svara fsp.?