Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Umfangsmiklar skuldbreytingar standa nú yfir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Ef þessi brtt. verður felld mun það í mæltu máli þýða það að þau útgerðarfyrirtæki og þær fiskvinnslustöðvar, sem hafa fengið skuldbreytingarlán nú síðari hluta þessa árs, eiga að greiða 6% lántökugjald, en á hinn bóginn munu þau fyrirtæki sem fá skuldbreytingarlán hér eftir sleppa við lántökugjaldið. Ég tel að með því að haga lagasetningunni með þeim hætti sé um óþolandi mismunun að ræða sem hver ærlegur maður hlýtur að standa á móti. Hver maður sem vill sýna sanngirni, réttsýni, í skattamálum, vill láta skattheimtuna ganga jafnt yfir alla, hlýtur að segja já við þessari brtt. Ég segi já.