Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Ég tel að það sé eðlilegt að bera upp brtt. á þskj. 341 eftir að atkvæðagreiðsla hefur farið fram um tillögu meiri hl. fjh.- og viðskn. Þar með geta menn eins og sá sem hér stendur greitt tillögunni á þskj. 341 atkvæði ef svo illa skyldi fara að tillagan á þskj. 322 yrði samþykkt og eignarskattshækkanirnar yrðu þar með að veruleika. Þessi viðbótartillaga gerir mönnum kleift að milda þá hækkun sem í fyrri tillögunni felst.