Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Landbúnaðarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon):
    Herra forseti. Vegna skýringa hv. síðasta ræðumanns er nauðsynlegt að benda á að að sjálfsögðu er tilhögun sú sem forseti leggur til rétt og sú eina sem getur gengið vegna þess að brtt. á þskj. 341 frá hv. þm. Hreggviði Jónssyni og Albert Guðmundssyni getur ekki staðið ein sér, er merkingarlaus ein sér og hana ber að kalla til baka ef ekki er búið að samþykkja fyrri tillöguna þar sem hún er merkingarlaus og út í bláinn ein sér og í henni er vísað til fyrri málsgr. sem þarf að vera búið að samþykkja til þess að það hafi eitthvað upp á sig að samþykkja síðari brtt.