Jólakveðjur í Sþ.
Fimmtudaginn 22. desember 1988

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Hv. alþm. og starfsmenn Alþingis eru nú að ljúka annasömum þingtíma og eru vel að jólaleyfi komnir eftir stranga vinnu síðustu dægur. Hv. alþm. fá nú tækifæri til að dveljast með fjölskyldum sínum milli jóla og nýárs og starfslið á vonandi rólegri tíð á meðan.
    Gert er ráð fyrir að þing komi saman hinn 4. jan. nk. og starfi í nokkra daga við nauðsynleg úrlausnarefni.
    Á þessum síðasta fundi fyrir jól vil ég nota tækifærið til að þakka hv. alþm. gott og heiðarlegt samstarf og starfsliði Alþingis fyrir alla aðstoð það sem af er þessu þingi. Ég flyt hæstv. ráðherrum öllum, alþingismönnum og starfsliði Alþingis óskir um góð og gleðileg jól. Ég óska utanbæjarmönnum góðrar heimferðar og ánægjulegrar heimkomu og bið fyrir kveðjur til fjölskyldna þeirra. Ég vænti þess að við hittumst öll heil á næsta ári.