Fyrirspyrjandi (Guðrún Agnarsdóttir):
    Hæstv. forseti. Athugasemdir ríkisendurskoðanda við áfengiskaup handhafa forsetavalds á sl. ári hafa leitt huga manna að því hvernig háttað er og hvernig háttað skuli þeim fríðindum sem opinberir embættismenn og stofnanir njóta. Það er ríkuleg ástæða til að gaumgæfa þær reglur sem gilda um áfengiskaup á kostnaðarverði í því sambandi.
    Ég hef því leyft mér að spyrja hæstv. fjmrh. á þskj. 164:
,,1. Hvaða reglur gilda um afhendingu á áfengi frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á kostnaðarverði til stofnana og einstaklinga?
    2. Hverjir hafa slík fríðindi og hvers vegna?``