Fyrirspurn um vinnubrögð í Seðlabanka Íslands
Þriðjudaginn 07. febrúar 1989

     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Það vakti athygli í gær af hvílíku offorsi menn sóttu það hér að halda áfram umræðu og það var kvöldfundur. Þá sögðu menn að það væru hin stóru mál þessarar þjóðar sem þyrfti að ræða. Svo virðist sem sókn forustusveitar Sjálfstfl. til þess að fá þau rædd í gær hafi verið af þeim toga spunnin að hv. 1. þm. Reykv. vildi ræða um blýanta hér í dag. Ég vil beina þeim eindregnu tilmælum til forseta að haga þannig vinnubrögðum að hin stærri mál þessarar þjóðar séu rædd um bjartan dag, en mál eins og þessi, þar sem menn keppast við að leika fífl, fái næturfundi og mega gjarnan vera nóttina alla mín vegna.