Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Fimmtudaginn 09. febrúar 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Borist hefur svofellt bréf frá forseta Nd.:
    ,,Hjörleifur Guttormsson, 2. þm. Austurl., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Alþb. í Austurlandskjördæmi, Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.
Kjartan Jóhannsson,

forseti Nd.``

    Þessu bréfi fylgir kjörbréf Björns Grétars Sveinssonar.
    Með þessu fylgir annað bréf sem hljóðar svo:
    ,,Sökum sérstakra anna get ég undirrituð ekki tekið sæti á Alþingi að sinni sem varamaður Hjörleifs Guttormssonar.
Virðingarfyllst,

Unnur Sólrún Bragadóttir.``

    Samkvæmt þessu bréfi og með vísan í 4. gr. þingskapa ber hv. kjörbréfanefnd nú að prófa kjörbréf Björns Grétars Sveinssonar og verður gert hlé á fundinum í fimm mínútur meðan kjörbréfanefnd starfar. --- [Fundarhlé.]