Efnahagsaðgerðir
Mánudaginn 20. febrúar 1989

     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Það hefur komið í ljós að þrátt fyrir yfirlýsingar um að það eigi að fara að þjóðnýta atvinnuvegi Íslands hefur stjórnarandstaðan ekki talið rétt að greiða atkvæði gegn því heldur setið hjá. Hér eru aftur á móti greidd atkvæði um hvort upprunaleg tillaga stjórnarandstöðunnar um skipun stjórnar eigi að vera í höndum framkvæmdarvaldsins eða ekki. Mér sýnist að þessu sé á margan hátt skynsamlega fyrir komið og segi já.