Efnahagsáætlun Norðurlanda 1989-1992
Fimmtudaginn 09. mars 1989

     Guðmundur H. Garðarsson:
    Virðulegi forseti. Hæstv. viðskrh. hefur sem sagt svarað hæstv. forsrh. og sagt að núverandi aðstæður gildi ekki, sem sagt að það sem hæstv. forsrh. sagði hér áðan um að núverandi aðstæður gildi ekki. Hæstv. viðskrh. getur því komið með erlendan banka inn í landið, inn í þetta hugsanlega sameiningarmál sem ég veit að er hjartans mál hæstv. ráðherra. Þetta þýðir á mæltu máli að það er ekkert að marka það sem hæstv. ráðherrar segja hér. Þeir gera það sem þeim sýnist þannig að það sem er fjall er flatneskja og orð þeirra og það sem þeir segja á hv. þingi og annars staðar er gersamlega ómarktækt.