Afgreiðsla frumvarps til lánsfjárlaga
Þriðjudaginn 21. mars 1989

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Í Nd. er verið að ræða húsnæðismálin og er greinilegt að lánsfjárlög verða ekki tekin á dagskrá í Nd. fyrr en hæstv. félmrh. hefur tekist að ljúka umræðunni um húsnæðismál. Það var hins vegar um það rætt við stjórnarandstöðuna að við mundum greiða fyrir því í kvöld að afgreiða frv. til lánsfjárlaga. Það er greinilega ekki hægt þar sem annað mál var tekið fram yfir í Nd. Ég vil því fara fram á það að fundi verði frestað til morguns og boðað til þingfundar með venjulegum hætti, en við verðum ekki dregnir hér á asnaeyrunum út af því að sérviskuleg fundarsköp eru í Nd. Þetta er auðvitað alveg dæmalaus framkoma og gengur ekki upp.