Tilhögun utandagskrárumræðu
Mánudaginn 03. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti vill benda á að hér fer fram í Sþ., dagana 13. og 14. apríl, þ.e. eftir um það bil eina viku, umræða um utanríksimál. Forseti telur því öldungis fráleitt að fresta þessari umræðu. Það hlýtur að vera nægilegt að hv. þm. deili við hæstv. forsrh. að viku liðinni um þessi mál. Hér, eins og ég hef áður sagt, hefur nú staðið umræða í rúmlega 7*y1/2*y tíma og stundarfjórðungi betur og ég tel alveg af og frá að við getum ekki lokið þessari umræðu núna þegar vitað er að umræða um utanríkismál fer fram ekki einn heldur tvo þingdaga í næstu viku. Ég vil spyrja hv. þingmenn: Geta menn ekki fallist á þá niðurstöðu að þessari umræðu ljúki núna?