Ósk um atkvæðagreiðslu
Þriðjudaginn 04. apríl 1989

     Forseti (Jón Helgason):
    Það er ekki vegna þess að ég hafi ekki áhuga fyrir því að ljúka atkvæðagreiðslu núna að ég þurfti að taka þetta út af dagskrá. Ástæðan er sú að hér í húsinu eru staddir sex stjórnarliðar en aðeins fjórir stjórnarandstöðuþingmenn þannig að ég hef ekki meiri hluta í deildinni til þess að ljúka atkvæðagreiðslu.