Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga
Þriðjudaginn 11. apríl 1989

     Skúli Alexandersson:
    Virðulegi forseti. Ég tel að engin haldbær rök hafi komið fram um að tónlistarkennslunni verði betur borgið á þann veg sem hér er verið að leggja til að eigi að vera í framtíðinni. Ég tel að það verði frekar á hinn veginn. Það að enn er ekki séð betur fyrir tónlistarkennslunni í grunnskólum en svo að aðeins 55% af nemendum grunnskólanna njóta tónlistarkennslu bendir kannski beint í þá átt. Það hefði frekar þurft að stefna að því að efla stuðning ríkisvaldsins við þesssa kennslu en að hverfa frá henni eins og hér er verið að gera. Ég segi nei.