Sveigjanleg starfslok
Fimmtudaginn 13. apríl 1989

     Frsm. félmn. (Hjörleifur Guttormsson):
    Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nál. sem er prentað á þskj. 747 um till. til þál. um nýjar reglur um starfslok og starfsréttindi. Það er frá félmn.
    ,,Nefndin hefur fjallað um málið á nokkrum fundum. Umsagnir bárust frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, landlækni og Vinnumálasambandi samvinnufélaganna og kemur þar fram stuðningur við efni tillögunnar.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með breytingu á orðalagi og heiti hennar sem fram kemur á sérstöku þingskjali.``
    Allir nefndarmenn félmn., Hjörleifur Guttormsson, Eiður Guðnason, Guðni Ágústsson, Birgir Ísl. Gunnarsson, Hreggviður Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Alexander Stefánsson, rita undir þetta.
    Breytingartillögur nefndarinnar eru svohljóðandi á þskj. 748:
    1. Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa nefnd til að móta tillögur um sveigjanleg starfslok.
    2. Fyrirsögn tillögunnar verði: Tillaga til þingsályktunar um sveigjanleg starfslok.