Utanríkismál
Þriðjudaginn 25. apríl 1989

     Guðmundur H. Garðarsson:
    Virðulegur forseti. Ég vildi taka undir orð hv. þm. Ragnhildar Helgadóttur. Það er alls ekki við hæfi að hæstv. utanrrh. skuli ekki vera viðstaddur þegar verið er að ræða skýrslu hans. Ég ítreka það vegna mikilvægis þeirra mála sem hér eru á ferðinni að hæstv. utanrrh. verði boðaður á þennan fund.