Utanríkismál
Þriðjudaginn 25. apríl 1989

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson):
    Virðulegi forseti. Vegna þeirra athugasemda sem hér hafa fallið vildi ég taka það fram að hæstv. utanrrh. er bundinn við önnur skyldustörf skamma hríð á þessu kvöldi, er hér væntanlegur í þingsalinn, innan fárra mínútna, vil ég vona. Ég er hér á meðan einkum vegna þess að við því var búist að á þessum fyrsta klukkutíma eftir að þingfundur hófst að nýju yrði m.a. rætt um Norðurlandamálefni en þau eru hér m.a. á dagskrá. En að sjálfsögðu mun ég líka taka þau boð og fyrirspurnir og athugasemdir sem kynnu að berast hæstv. utanrrh. meðan hann er fjarri.