Utanríkismál
Þriðjudaginn 25. apríl 1989

     Ragnhildur Helgadóttir:
    Frú forseti. Það skal vera örstutt. Það er einungis til þess að fyrirbyggja vissan misskilning í sambandi við samningagerð hæstv. forseta um fundahaldið nú í kvöld. Formaður þingflokks sjálfstæðismanna, hv. þm. Ólafur G. Einarsson, tjáði mér í dag að þegar hann tók þátt í þessari samningsgerð hefði hann ekki haft minnstu hugmynd um að aðalforsenda þessa samnings væri bara hreint ekki fyrir hendi, sem sé sú að hæstv. utanrrh. yrði við umræðuna. Þetta vil ég að komi fram til þess að ekki líti svo út að sjálfstæðismenn hafi brugðist einu eða neinu í þessu samkomulagi. Auðvitað verða forsendur að vera fyrir hendi. Það var einungis þetta, frú forseti.