Fjáraukalög 1987
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Ég vil benda hv. þingmönnum á að hér hafa verið samþykkt tvö önnur frv. ( Gripið fram í: Fjáraukalög.) Tvö önnur frv. Bæði frv. sem þegar hafa verið greidd atkvæði um eru orðuð eins. Annað frv. til fjáraukalaga er orðað svo: ,,1. gr. Til viðbótar við gjöld 2. gr. fjárlaga 1981 er veitt`` o.s.frv. Og hið annað mál er orðað nákvæmlega eins. Það er breyting á þessu þriðja máli sem nú er til afgreiðslu.
    Ég vil biðja hv. þingmenn um að gefa mér ráðrúm til að hafa hér þriggja mínútna hlé svo ég geti gengið úr skugga um hvort hér er farið að samkvæmt lögum. --- [Fundarhlé.] Forseti hefur athugað þá gagnrýni sem hér hefur komið fram á þskj. 523 og hlýtur að fallast á það að hér er um gallað frv. að ræða. Það er auðvitað rétt athugasemd hjá hv. þingmönnum að hér er ekki um að ræða breytingu á fjárlögum, heldur er hér verið að afgreiða frv. til fjáraukalaga. Ég hef því lagt til að þingskjalið verði prentað upp og út úr því tekið allt það sem kallað er breyting á fjárlögum og þess vegna er afgreiðslu þess nú frestað.