Íslenskt mál í sjónvarpi
Föstudaginn 05. maí 1989

     Óli Þ. Guðbjartsson:
    Hæstv. forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hv. félmn. fyrir þá vinnu sem hún hefur lagt í þetta mál og raunar fyrir nál. sem hér hefur verið kynnt. Ég vil jafnframt lýsa fylgi mínu við brtt. nefndarinnar á þskj. 965 sem og breytta fyrirsögn á málinu. Ég vænti þess að Sþ. samþykki brtt. eins og hún liggur fyrir og vonast til þess að samþykkt hennar verði til að auka efni skólanna jafnframt á þessum vettvangi, þessum þýðingarmikla vettvangi um það að stuðla að málrækt svo sem best verður á kosið.