Almannatryggingar
Laugardaginn 06. maí 1989

     Frsm. heilbr.- og trn. (Valgerður Sverrisdóttir):
    Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1070 frá hv. heilbr.- og trn. Nál. er um frv. til l. um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytingum:
    Nefndin hefur fjallað um frv. og fékk til viðræðna um það Pál Sigurðsson, ráðuneytisstjóra í heilbr.- og trmrn. Frv. felur í sér að heilsutjón vegna læknisaðgerða og mistaka starfsfólks, sem starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, verði greitt af slysatryggingum Tryggingastofnunar ríkisins.
    Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt með breytingu sem flutt er á sérstöku þingskjali, þskj. 1071. Breytingin er gerð að höfðu samráði við heilbr.- og trmrn. og einnig í samráði við 1. flm., hv. 3. þm. Vestf., og miðar einkum að því að meginefnisákvæði frv. falli á sem eðlilegastan hátt inn í gildandi lög um almannatryggingar.
    Undir nál. rita allir nefndarmenn, auk þeirrar sem þetta mælir hv. þm. Salome Þorkelsdóttir, Karl Steinar Guðnason, Guðrún Agnarsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Stefán Guðmundsson og Guðmundur H. Garðarsson.