Frsm. allshn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um frv. til l. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta samninga um réttarstöðu skrifstofa ráðherranefndar Norðurlanda, stjórnarnefndar Norðurlandaráðs og um réttarstöðu samnorrænna stofnana.
    Allshn. mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt. Hér er í rauninni um það að ræða að staðfesta nýjan samning um þetta efni sem leysir af hólmi samning um réttarstöðu starfsfólks við samnorrænar stofnanir sem undirritaður var í Reykjavík 1974. Þessi samningur tekur einnig til þeirra norrænna stofnana sem staðsettar eru hér á landi, þ.e. Norræna hússins og Norrænu eldfjallastöðvarinnar.
    Allshn. leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt og undir nál. skrifa allir nefndarmenn í allshn.