Kvikmyndin Lífsbjörg í norðurhöfum
Fimmtudaginn 11. maí 1989

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir):
    Að gefnu tilefni og þeirrar gagnrýni sem forseti hefur fengið fyrir að gera ekki athugasemdir við ummæli hv. 13. þm. Reykv. í fyrri athugasemdum hennar vill forseti taka það fram að það er erfitt fyrir forseta á hverjum tíma ef hann ætlar að hafa afskipti af málefnalegum ræðum hv. þm. Hins vegar virðist vera að þingheimur hafi ekki heyrt þegar hún skaut því inn í þeim viðbrögðum sem komu í þingsalnum að aðgát skuli höfð í orðavali. Þetta á við um okkur öll á hverjum tíma. Þetta vildi forseti aðeins láta koma fram að gefnu tilefni.