Tilhögun þingfunda
Þriðjudaginn 16. maí 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Áður en gengið verður til dagskrár skal fram tekið að hugmynd mín er sú að taka fyrst til umræðu og atkvæðagreiðslu þau mál sem talið er að enginn eða lítill ágreiningur sé um þannig að hér gætu orðið allmargar atkvæðagreiðslur til að byrja með. Það fer síðan eftir atvikum og aðstæðum hvort annar fundur verður settur síðar í dag en síðar á fundinum yrðu sem sagt tekin fyrir, eða síðar í dag, þau mál sem frekar er talið að umræður yrðu um.
    Jafnframt hafði ég hugsað mér að eftir að hafa tekið til afgreiðslu þau mál sem eru til 3. umr. yrði næst farið í þau mál sem eru til 1. umr., en mörg hver eru ágreiningslítil eða ágreiningslaus, þannig að þau mættu komast til nefndar en málin sem eru til 2. umr. þar á eftir.