Búfjárrækt
Þriðjudaginn 16. maí 1989

     Frsm. landbn. (Alexander Stefánsson):
    Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 1162 um frv. til laga um búfjárrækt. Nefndin hefur fjallað um frv. á fundum sínum og leggur til að það verði samþykkt eins og Ed. afgreiddi það. Frv. tók miklum breytingum í Ed., allar til hins betra, þannig að málið er ásættanlegt eins og það liggur fyrir og nefndin leggur því einróma til að það verði samþykkt.
    Undir þetta skrifa allir nefndarmenn: Guðni Ágústsson, Pálmi Jónsson, Þórður Skúlason, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Ingi Björn Albertsson, Eggert Haukdal og Alexander Stefánsson.