Réttur til fiskveiða í landhelgi Íslands
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Hér hefur verið látið að því liggja að máli hafi verið vísað til rangrar nefndar og þá hugsanlega af þeirri ástæðu að menn teldu að þar hefði það meira brautargengi. Nú vill svo til að utanrmn. er í Sþ. en frv. til laga eru í deildum. Miðað við þá þröngsýni sem komið hefur fram í afstöðunni til málsins sem heildar undrar mig þá víðsýni að leggja það til að hægt sé að vísa málum sem eru í deildum til nefnda í sameinuðu þingi.