Tekjuskattur og eignarskattur
Laugardaginn 20. maí 1989

     Matthías Bjarnason:
    Herra forseti. Ég mæli fyrir formann nefndarinnar, en nefndin varð sammála um að leggja til að þetta frv. yrði samþykkt. Frv. felur í sér að á eftir 2. mgr. 69. gr. laga um húsnæðisbætur komi ný málsgrein svohljóðandi:
    ,,Rétt til húsnæðisbóta skv. 1. mgr. getur maður öðlast sem byggir nýtt húsnæði í stað húss sem úrskurðað hefur verið óhæft til íbúðar, verðlaust og til niðurrifs, enda sé það staðfest með tilskildum vottorðum opinberra aðila.``
    Við í fjh.- og viðskn. Nd. teljum að þetta sé sanngirnismál og leggjum því til að frv. verði samþykkt.