Ferill 8. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 8 . mál.


Ed.

8. Frumvarp til laga



um efnahagsaðgerðir.

(Lagt fyrir Alþingi á 111. löggjafarþingi 1988.)



I. KAFLI

Aðgerðir í atvinnumálum.

1. gr.

    Stjórn deildar fyrir frystar afurðir í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins er heimilt að taka lán hjá Seðlabanka Íslands eða fyrir milligöngu hans að fjárhæð allt að 800 milljónum króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að takast á hendur sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu láns þessa.
    Allt að 750 milljónum króna af andvirði láns skv. 1. mgr. skal varið til greiðslu verðbóta á freðfisk en allt að 50 milljónum króna af andvirði þess skal varið til greiðslu verðbóta á hörpudisk. Við ákvörðun verðbóta skal fylgt ákvæðum laga nr. 72 28. maí 1969, með síðari breytingum. Þó skal tekið sérstakt tillit til afkomu viðkomandi vinnslugreina og er í því skyni heimilt að breyta ákvörðunum um viðmiðunarverð og verðjöfnun frá 1. júní 1988.
    Lán skv. 1. mgr. þessarar greinar skal undanþegið stimpilgjaldi. Skal það endurgreitt af tekjum Verðjöfnunarsjóðs af viðkomandi afurðum á næstu þremur árum eftir að það er tekið. Það sem þá kann að vera ógreitt fellur á ríkissjóð.

2. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laga nr. 72 28. maí 1969, um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, með síðari breytingum, skal á tímabilinu 1. júní 1988 til 31. maí 1989 einkum hafa hliðsjón af verðlagi áranna 1986 og 1987 við ákvörðun viðmiðunarverðs fyrir skelfletta rækju í deild fyrir frystar afurðir í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins. Stjórn deildar fyrir frystar afurðir skal heimilt að endurskoða ákvörðun um viðmiðunarverð og verðjöfnun frá 1. júní 1988.

3. gr.

    Stofna skal sjóð er nefnist Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til endurskipulagningar, hagræðingar og framleiðniaukningar hjá útflutningsfyrirtækjum. Jafnframt skal sjóðurinn hafa forgöngu um að breyta lausaskuldum fyrirtækja í útflutningsgreinum í föst lán til langs tíma.

4. gr.

    Forsætisráðherra skipar fimm menn í stjórn Atvinnutryggingarsjóðs. Skulu fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra hver um sig tilnefna einn stjórnarmann en einn skal skipaður án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður sjóðsstjórnar. Stjórn sjóðsins ákveður lánveitingar að fengnum tillögum samstarfsnefndar lánastofnana atvinnuveganna og Byggðastofnunar. Ríkisendurskoðun fylgist með starfsemi sjóðsins og gefur Alþingi reglulega skýrslu um starfsemi hans.

5. gr.


    Stofnfé Atvinnutryggingarsjóðs skal vera 1000 milljónir króna. Skal ríkissjóður leggja sjóðnum til 600 milljónir króna sem koma til lækkunar á framlagi ríkissjóðs til Atvinnuleysistryggingasjóðs skv. 15. gr. laga nr. 64 2. júní 1981 vegna tímabilsins 1. júlí 1988 til 30. júní 1990. Jafnframt skal ríkissjóður leggja Atvinnutryggingarsjóði til 400 milljónir króna sem aflað skal með sérstökum tekjuskattsauka á árunum 1989 og 1990.
    Stjórn sjóðsins er heimilt að taka lán hjá Seðlabanka Íslands eða fyrir milligöngu hans að fjárhæð allt að 1000 milljónum króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að takast á hendur sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu láns þessa.

6. gr.

    Atvinnutryggingarsjóði er heimilt að hafa milligöngu um skuldbreytingu á allt að 5000 milljónum króna af lausaskuldum útflutningsfyrirtækja. Í því skyni er sjóðnum heimilt að taka við skuldabréfum frá fyrirtækjum í útflutningsgreinum og gefa út skuldabréf til lánardrottna þeirra. Ber sjóðurinn ábyrgð á greiðslu þeirra skuldabréfa með eignum sínum.

7. gr.

    Byggðastofnun annast reikningshald og rekstur sjóðsins eftir nánara samkomulagi við stjórn Atvinnutryggingarsjóðs.
    Ríkisendurskoðun annast endurskoðun reikninga Atvinnutryggingarsjóðs.

8. gr.

    Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina skal undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum hverju nafni sem nefnast. Öll skjöl viðvíkjandi lánum, sem sjóðurinn veitir eða tekur, skulu undanþegin stimpilgjaldi.

9. gr.

    Forsætisráðherra setur með reglugerð nánari reglur um Atvinnutryggingarsjóð, sbr. 3.–8. gr. laga þessara.

10. gr.

    Greiða skal sérstakt gjald af loðnu og öðrum bræðslufiski sem fluttur er óunninn til vinnslu erlendis. Gjaldið rennur til reiknings fyrir loðnuafurðir í deild fyrir mjöl og lýsi í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins.
    Gjaldið skal ákveðið sem tiltekin fjárhæð á hvert tonn bræðslufisks. Sjávarútvegsráðherra skal að fenginni umsögn stjórnar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins ákveða með reglugerð fjárhæð gjaldsins til þriggja mánaða í senn. Við þessa ákvörðun skal taka mið af áætluðum greiðslum til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins vegna útflutnings á loðnuafurðum miðað við hvert hráefnistonn samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar.
    Gjaldið fellur í gjalddaga við skil á gjaldeyri vegna sölunnar, þó eigi síðar en þrjátíu dögum eftir löndun erlendis.
    Um innheimtu gjalds þessa, þar á meðal um dráttarvexti, lögtaksrétt og ábyrgð, gilda að öðru leyti ákvæði laga nr. 13 16. mars 1988, um aðgerðir í sjávarútvegi, eftir því sem við getur átt.
    Sjávarútvegsráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.

11. gr.

    4. mgr. 4. gr. veðlaga nr. 18 4. nóvember 1887, sbr. 1. gr. laga nr. 87 28. desember 1960 og 1. gr. laga nr. 43 23. apríl 1986, orðast svo:
    Svo er og útgerðarmanni, framleiðanda sjávarafurða, landbúnaðarafurða og eldisfisks og öðrum, sem vörur þessar hefur til sölu, heimilt að setja ríkissjóði svo og banka eða öðrum lánastofnunum að sjálfsvörsluveði afla, eldisfisk og tilgreindar tegundir afurða og rekstrarvörur sjávarútvegs og landbúnaðar, sem veðsali á eða eignast kann eða hefur til sölu á tilteknu tímabili, til tryggingar lánum þeim er hann tekur út á hin veðsettu verðmæti. Veðsetning þessi nær til afla, eldisfisks og afurða án tillits til verkunar- eða framleiðslustigs og nær veðrétturinn einnig til hvers konar verðbóta og gjaldeyrisfríðinda sem fylgja afla, eldisfiski eða afurðum á hverjum tíma. Veðsölum, öðrum en framleiðendum eldisfisks, er þó óheimilt að veðsetja framangreind verðmæti til lengri tíma en eins árs í senn. Veðsetning á eldisfiski er óheimil til lengri tíma en fjögurra ára í senn.

II. KAFLI

Verðlags- og kjaramál.

12. gr.

    1. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988 orðast svo:
    Laun, þ.e. launataxtar og kjaratengdir liðir, þar á meðal kauptrygging sjómanna, í síðastgildandi kjarasamningum, skulu hinn 1. júní 1988 hækka um það sem á kann að vanta 10% hækkun frá 31. desember 1987 að telja.
    Í stað launahækkana, sem koma skyldu til framkvæmda á tímabilinu 1. september 1988 til og með 1. mars 1989, skulu laun hækka um 1,25% hinn 15. febrúar 1989. Ákvæði kjarasamninga um aðrar launahækkanir eftir 1. mars 1989 halda gildi sínu.
    Kjarasamningar, sem ákveða minni hækkun launa en felast í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, breytast í samræmi við þær.
    Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar raska ekki þeim ákvæðum gildandi kjarasamninga sem falið hafa í sér meiri hækkun launa en kveðið er á um í 1. mgr., enda hafi sú hækkun komið til framkvæmda fyrir gildistöku bráðabirgðalaga nr. 74 26. ágúst 1988.
    Frekari hækkun launa, kjaratengdra liða og hvers konar endurgjalds fyrir unnin störf en kveðið er á um í þessari grein er óheimil til 15. febrúar 1989. Ákvæði þessarar greinar breyta ekki reglum um starfsaldurshækkanir eða aðrar einstaklingsbundnar launabreytingar samkvæmt þegar gildandi kjarasamningum.

13. gr.

    2. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988 orðast svo:
    Fjárhæðir launaliða í verðlagsgrundvelli búvöru skulu til 1. mars 1989 ekki taka meiri hækkunum en mælt er fyrir um í 1. og 2. mgr. 1. gr.

14. gr.

    3. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988 orðast svo:
    Fjárhæðir launaliða í gjaldskrám sjálfstætt starfandi sérfræðinga skulu til 28. febrúar 1989 ekki hækka meira en greinir í 1. og 2. mgr. 1. gr. Sama gildir um hvers kyns útselda vinnu og þjónustu.

15. gr.

    1. mgr. 4. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988 orðast svo:
    Með þeim breytingum á kaupgjaldsákvæðum kjarasamninga, sem kveðið er á um í lögum þessum, framlengjast allir gildandi og síðastgildandi kjarasamningar til 15. febrúar 1989. Heimilt skal að segja upp kjarasamningum frá 15. febrúar 1989 með þeim uppsagnarfresti sem um þá gildir.

16. gr.

    7. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988 orðast svo:
    Gjaldskrár fyrirtækja og stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga skulu ekki hækka til 28. febrúar 1989. Þó skal heimilt að taka tillit til hækkana á verði innfluttra aðfanga, enda liggi fyrir mat Verðlagsstofnunar á þeirri þörf.

17. gr.

    Óheimilt er að hækka endurgjald fyrir afnot af fasteignum frá gildistöku laga þessara til 28. febrúar 1989.

18. gr.

    3. tölul. 29. gr. laga nr. 46 27. júní 1985, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum, fellur brott.

19. gr.

    Almennt fiskverð samkvæmt tilkynningu Verðlagsráðs sjávarútvegsins nr. 6 3. júní 1988 skal gilda óbreytt til 15. febrúar 1989, en hækkar þann dag um 1,25% og gildir það verð til 31. maí 1989. Verð á óslægðum þorski skal þó vera 88,5% í stað 85,5% af verði slægðs þorsks á tímabilinu 1. janúar 1989 til 15. apríl 1989.
    Fiskverð skv. 1. mgr. er uppsegjanlegt með viku fyrirvara miðað við 15. febrúar 1989.

III. KAFLI

Vaxtaákvarðanir.

20. gr.

    Við 9. gr. vaxtalaga nr. 25 27. mars 1987 bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Dráttarvextir skulu ætíð reiknast sem dagvextir, nema á annan veg sé sérstaklega mælt í lögum.

21. gr.

    2. mgr. 10. gr. vaxtalaga nr. 25 27. mars 1987 orðast svo:
    Seðlabanki Íslands skal eigi sjaldnar en mánaðarlega reikna vegið meðaltal ársávöxtunar á nýjum almennum útlánum hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum og birta meðaltal þetta í Lögbirtingablaði ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. og skulu þeir dráttarvextir gilda uns næsta tilkynning er birt í Lögbirtingablaði.

22. gr.

    Við 2. mgr. 9. gr. laga nr. 36 5. maí 1986, um Seðlabanka Íslands, bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
    Á sama hátt getur Seðlabankinn ákveðið hámark þess álags er innlánsstofnanir mega bæta við vexti gengisbundins fjár er þær endurlána í formi afurðalána.

IV. KAFLI

Ýmis ákvæði.

23. gr.

    Fjármálaráðherra er heimilt þrátt fyrir ákvæði fjárlaga fyrir árið 1988 að hækka ríkisútgjöld um 600 milljónir króna.

24. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði XIII. kafla laga nr. 75 14. september 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, er fjármálaráðherra heimilt að kveða á um í reglugerð að þeir einstaklingar, sem ekki höfðu aðrar tekjur en þær sem um ræðir í 1. tölul. 1. mgr. A-liðar 7. gr., 2.–4. tölul. A-liðar 7. gr. og C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981 á því tekjuári sem skatturinn varðar, geri upp vangoldinn tekjuskatt og eignarskatt álagðan á árinu 1987 eða fyrr með eftirfarandi hætti:
A.    Með því að greiða hina vangoldnu skattkröfu upp á nánar tilteknum gjalddögum fyrir árslok 1988 gegn því að felld verði niður allt að 50% af dráttarvöxtum sem reiknaðir hafa verið af skuldinni.
B.    Með því að greiða hina vangoldnu skattkröfu upp á nánar tilteknum gjalddögum fyrir 1. júlí 1989 gegn því að felld verði niður allt að 25% af dráttarvöxtum sem reiknaðir hafa verið af skuldinni.
C.    Með því að gefa út skuldabréf til allt að fimm ára til greiðslu á höfuðstól hinnar vangoldnu skattkröfu ásamt dráttarvöxtum.
    Fjármálaráðherra setur í reglugerðinni nánari ákvæði um framkvæmd þessarar heimildar, þar á meðal um lánskjör og tryggingar, svo og skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til þess að fá að gera upp hina vangoldnu skattkröfu með framangreindum hætti.

25. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 20. gr. öðlast þó ekki gildi fyrr en 1. nóvember 1988. Gjald skv. 10. gr. skal innheimt vegna landana erlendis sem eiga sér stað eftir 30. september 1988.

26. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Um frumvarp þetta, sem lagt er fyrir Alþingi skv. 28. gr. stjórnarskrárinnar vísast að öðru leyti til meðfylgjandi fylgiskjals.



Fylgiskjal.


BRÁÐABIRGÐALÖG


um efnahagsaðgerðir.




F ORSETI Í SLANDS
gjörir    kunnugt: Forsætisráðherra hefir tjáð mér að brýna nauðsyn beri til að ákveða þegar aðgerðir til að koma í veg fyrir stöðvun mikilvægra útflutningsfyrirtækja, styrkja afkomu atvinnuvega, draga úr verðbólgu og lækka vexti, og koma þannig í veg fyrir yfirvofandi atvinnuleysi og leggja grunn að atvinnuöryggi og stöðugleika í efnahagslífinu.
    Fyrir því eru hér með sett svofelld bráðabirgðalög skv. 28. gr. stjórnarskrárinnar:

I. KAFLI


Aðgerðir í atvinnumálum.

1. gr.

    Stjórn deildar fyrir frystar afurðir í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins er heimilt að taka lán hjá Seðlabanka Íslands eða fyrir milligöngu hans að fjárhæð allt að 800 milljónum króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að takast á hendur sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu láns þessa.
    Allt að 750 milljónum króna af andvirði láns skv. 1. mgr. skal varið til greiðslu verðbóta á freðfisk en allt að 50 milljónum króna af andvirði þess skal varið til greiðslu verðbóta á hörpudisk. Við ákvörðun verðbóta skal fylgt ákvæðum laga nr. 72 28. maí 1969, með síðari breytingum. Þó skal tekið sérstakt tillit til afkomu viðkomandi vinnslugreina og er í því skyni heimilt að breyta ákvörðunum um viðmiðunarverð og verðjöfnun frá 1. júní 1988.
    Lán skv. 1. mgr. þessarar greinar skal undanþegið stimpilgjaldi. Skal það endurgreitt af tekjum Verðjöfnunarsjóðs af viðkomandi afurðum á næstu þremur árum eftir að það er tekið. Það sem þá kann að vera ógreitt fellur á ríkissjóð.

2. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laga nr. 72 28. maí 1969, um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, með síðari breytingum, skal á tímabilinu 1. júní 1988 til 31. maí 1989 einkum hafa hliðsjón af verðlagi áranna 1986 og 1987 við ákvörðun viðmiðunarverðs fyrir skelfletta rækju í deild fyrir frystar afurðir í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins. Stjórn deildar fyrir frystar afurðir skal heimilt að endurskoða ákvörðun um viðmiðunarverð og verðjöfnun frá 1. júní 1988.

3. gr.

    Stofna skal sjóð er nefnist Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til endurskipulagningar, hagræðingar og framleiðniaukningar hjá útflutningsfyrirtækjum. Jafnframt skal sjóðurinn hafa forgöngu um að breyta lausaskuldum fyrirtækja í útflutningsgreinum í föst lán til langs tíma.

4. gr.

    Forsætisráðherra skipar fimm menn í stjórn Atvinnutryggingarsjóðs. Skulu fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra hver um sig tilnefna einn stjórnarmann en einn skal skipaður án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður sjóðsstjórnar. Stjórn sjóðsins ákveður lánveitingar að fengnum tillögum samstarfsnefndar lánastofnana atvinnuveganna og Byggðastofnunar. Ríkisendurskoðun fylgist með starfsemi sjóðsins og gefur Alþingi reglulega skýrslu um starfsemi hans.

5. gr.

    Stofnfé Atvinnutryggingarsjóðs skal vera 1000 milljónir króna. Skal ríkissjóður leggja sjóðnum til 600 milljónir króna sem koma til lækkunar á framlagi ríkissjóðs til Atvinnuleysistryggingasjóðs skv. 15. gr. laga nr. 64 2. júní 1981 vegna tímabilsins 1. júlí 1988 til 30. júní 1990. Jafnframt skal ríkissjóður leggja Atvinnutryggingarsjóði til 400 milljónir króna sem aflað skal með sérstökum tekjuskattsauka á árunum 1989 og 1990.
    Stjórn sjóðsins er heimilt að taka lán hjá Seðlabanka Íslands eða fyrir milligöngu hans að fjárhæð allt að 1000 milljónum króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að takast á hendur sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu láns þessa.

6. gr.

    Atvinnutryggingarsjóði er heimilt að hafa milligöngu um skuldbreytingu á allt að 5000 milljónum króna af lausaskuldum útflutningsfyrirtækja. Í því skyni er sjóðnum heimilt að taka við skuldabréfum frá fyrirtækjum í útflutningsgreinum og gefa út skuldabréf til lánardrottna þeirra. Ber sjóðurinn ábyrgð á greiðslu þeirra skuldabréfa með eignum sínum.

7. gr.

    Byggðastofnun annast reikningshald og rekstur sjóðsins eftir nánara samkomulagi við stjórn Atvinnutryggingarsjóðs.
    Ríkisendurskoðun annast endurskoðun reikninga Atvinnutryggingarsjóðs.

8. gr.

    Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina skal undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum hverju nafni sem nefnast. Öll skjöl viðvíkjandi lánum, sem sjóðurinn veitir eða tekur, skulu undanþegin stimpilgjaldi.

9. gr.

    Forsætisráðherra setur með reglugerð nánari reglur um Atvinnutryggingarsjóð, sbr. 3.–8. gr. laga þessara.

10. gr.

    Greiða skal sérstakt gjald af loðnu og öðrum bræðslufiski sem fluttur er óunninn til vinnslu erlendis. Gjaldið rennur til reiknings fyrir loðnuafurðir í deild fyrir mjöl og lýsi í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins.
    Gjaldið skal ákveðið sem tiltekin fjárhæð á hvert tonn bræðslufisks. Sjávarútvegsráðherra skal að fenginni umsögn stjórnar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins ákveða með reglugerð fjárhæð gjaldsins til þriggja mánaða í senn. Við þessa ákvörðun skal taka mið af áætluðum greiðslum til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins vegna útflutnings á loðnuafurðum miðað við hvert hráefnistonn samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar.
    Gjaldið fellur í gjalddaga við skil á gjaldeyri vegna sölunnar, þó eigi síðar en þrjátíu dögum eftir löndun erlendis.
    Um innheimtu gjalds þessa, þar á meðal um dráttarvexti, lögtaksrétt og ábyrgð, gilda að öðru leyti ákvæði laga nr. 13 16. mars 1988, um aðgerðir í sjávarútvegi, eftir því sem við getur átt.
    Sjávarútvegsráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.

11. gr.

    4. mgr. 4. gr. veðlaga nr. 18 4. nóvember 1887, sbr. 1. gr. laga nr. 87 28. desember 1960 og 1. gr. laga nr. 43 23. apríl 1986, orðast svo:
    Svo er og útgerðarmanni, framleiðanda sjávarafurða, landbúnaðarafurða og eldisfisks og öðrum, sem vörur þessar hefur til sölu, heimilt að setja ríkissjóði svo og banka eða öðrum lánastofnunum að sjálfsvörsluveði afla, eldisfisk og tilgreindar tegundir afurða og rekstrarvörur sjávarútvegs og landbúnaðar, sem veðsali á eða eignast kann eða hefur til sölu á tilteknu tímabili, til tryggingar lánum þeim er hann tekur út á hin veðsettu verðmæti. Veðsetning þessi nær til afla, eldisfisks og afurða án tillits til verkunar- eða framleiðslustigs og nær veðrétturinn einnig til hvers konar verðbóta og gjaldeyrisfríðinda sem fylgja afla, eldisfiski eða afurðum á hverjum tíma. Veðsölum, öðrum en framleiðendum eldisfisks, er þó óheimilt að veðsetja framangreind verðmæti til lengri tíma en eins árs í senn. Veðsetning á eldisfiski er óheimil til lengri tíma en fjögurra ára í senn.

II. KAFLI

Verðlags- og kjaramál.

12. gr.

    1. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988 orðast svo:
    Laun, þ.e. launataxtar og kjaratengdir liðir, þar á meðal kauptrygging sjómanna, í síðastgildandi kjarasamningum, skulu hinn 1. júní 1988 hækka um það sem á kann að vanta 10% hækkun frá 31. desember 1987 að telja.
    Í stað launahækkana, sem koma skyldu til framkvæmda á tímabilinu 1. september 1988 til og með 1. mars 1989, skulu laun hækka um 1,25% hinn 15. febrúar 1989. Ákvæði kjarasamninga um aðrar launahækkanir eftir 1. mars 1989 halda gildi sínu.
    Kjarasamningar, sem ákveða minni hækkun launa en felast í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, breytast í samræmi við þær.
    Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar raska ekki þeim ákvæðum gildandi kjarasamninga sem falið hafa í sér meiri hækkun launa en kveðið er á um í 1. mgr., enda hafi sú hækkun komið til framkvæmda fyrir gildistöku bráðabirgðalaga nr. 74 26. ágúst 1988.
    Frekari hækkun launa, kjaratengdra liða og hvers konar endurgjalds fyrir unnin störf en kveðið er á um í þessari grein er óheimil til 15. febrúar 1989. Ákvæði þessarar greinar breyta ekki reglum um starfsaldurshækkanir eða aðrar einstaklingsbundnar launabreytingar samkvæmt þegar gildandi kjarasamningum.

13. gr.

    2. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988 orðast svo:
    Fjárhæðir launaliða í verðlagsgrundvelli búvöru skulu til 1. mars 1989 ekki taka meiri hækkunum en mælt er fyrir um í 1. og 2. mgr. 1. gr.

14. gr.

    3. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988 orðast svo:
    Fjárhæðir launaliða í gjaldskrám sjálfstætt starfandi sérfræðinga skulu til 28. febrúar 1989 ekki hækka meira en greinir í 1. og 2. mgr. 1. gr. Sama gildir um hvers kyns útselda vinnu og þjónustu.

15. gr.

    1. mgr. 4. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988 orðast svo:
    Með þeim breytingum á kaupgjaldsákvæðum kjarasamninga, sem kveðið er á um í lögum þessum, framlengjast allir gildandi og síðastgildandi kjarasamningar til 15. febrúar 1989. Heimilt skal að segja upp kjarasamningum frá 15. febrúar 1989 með þeim uppsagnarfresti sem um þá gildir.

16. gr.

    7. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988 orðast svo:
    Gjaldskrár fyrirtækja og stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga skulu ekki hækka til 28. febrúar 1989. Þó skal heimilt að taka tillit til hækkana á verði innfluttra aðfanga, enda liggi fyrir mat Verðlagsstofnunar á þeirri þörf.

17. gr.

    Óheimilt er að hækka endurgjald fyrir afnot af fasteignum frá gildistöku laga þessara til 28. febrúar 1989.

18. gr.

    3. tölul. 29. gr. laga nr. 46 27. júní 1985, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum, fellur brott.

19. gr.

    Almennt fiskverð samkvæmt tilkynningu Verðlagsráðs sjávarútvegsins nr. 6 3. júní 1988 skal gilda óbreytt til 15. febrúar 1989, en hækkar þann dag um 1,25% og gildir það verð til 31. maí 1989. Verð á óslægðum þorski skal þó vera 88,5% í stað 85,5% af verði slægðs þorsks á tímabilinu 1. janúar 1989 til 15. apríl 1989.
    Fiskverð skv. 1. mgr. er uppsegjanlegt með viku fyrirvara miðað við 15. febrúar 1989.

III. KAFLI

Vaxtaákvarðanir.

20. gr.

    Við 9. gr. vaxtalaga nr. 25 27. mars 1987 bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Dráttarvextir skulu ætíð reiknast sem dagvextir, nema á annan veg sé sérstaklega mælt í lögum.

21. gr.

    2. mgr. 10. gr. vaxtalaga nr. 25 27. mars 1987 orðast svo:
    Seðlabanki Íslands skal eigi sjaldnar en mánaðarlega reikna vegið meðaltal ársávöxtunar á nýjum almennum útlánum hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum og birta meðaltal þetta í Lögbirtingablaði ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. og skulu þeir dráttarvextir gilda uns næsta tilkynning er birt í Lögbirtingablaði.

22. gr.

    Við 2. mgr. 9. gr. laga nr. 36 5. maí 1986, um Seðlabanka Íslands, bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
    Á sama hátt getur Seðlabankinn ákveðið hámark þess álags er innlánsstofnanir mega bæta við vexti gengisbundins fjár er þær endurlána í formi afurðalána.

IV. KAFLI

Ýmis ákvæði.

23. gr.

    Fjármálaráðherra er heimilt þrátt fyrir ákvæði fjárlaga fyrir árið 1988 að hækka ríkisútgjöld um 600 milljónir króna.

24. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði XIII. kafla laga nr. 75 14. september 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, er fjármálaráðherra heimilt að kveða á um í reglugerð að þeir einstaklingar, sem ekki höfðu aðrar tekjur en þær sem um ræðir í 1. tölul. 1. mgr. A-liðar 7. gr., 2.–4. tölul. A-liðar 7. gr. og C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981 á því tekjuári sem skatturinn varðar, geri upp vangoldinn tekjuskatt og eignarskatt álagðan á árinu 1987 eða fyrr með eftirfarandi hætti:
A.    Með því að greiða hina vangoldnu skattkröfu upp á nánar tilteknum gjalddögum fyrir árslok 1988 gegn því að felld verði niður allt að 50% af dráttarvöxtum sem reiknaðir hafa verið af skuldinni.
B.    Með því að greiða hina vangoldnu skattkröfu upp á nánar tilteknum gjalddögum fyrir 1. júlí 1989 gegn því að felld verði niður allt að 25% af dráttarvöxtum sem reiknaðir hafa verið af skuldinni.
C.    Með því að gefa út skuldabréf til allt að fimm ára til greiðslu á höfuðstól hinnar vangoldnu skattkröfu ásamt dráttarvöxtum.
    Fjármálaráðherra setur í reglugerðinni nánari ákvæði um framkvæmd þessarar heimildar, þar á meðal um lánskjör og tryggingar, svo og skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til þess að fá að gera upp hina vangoldnu skattkröfu með framangreindum hætti.

25. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 20. gr. öðlast þó ekki gildi fyrr en 1. nóvember 1988. Gjald skv. 10. gr. skal innheimt vegna landana erlendis sem eiga sér stað eftir 30. september 1988.

Gjört að Bessastöðum, 28. september 1988.



Vigdís Finnbogadóttir.


(L. S.)


Steingrímur Hermannsson.