Ferill 32. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 32 . mál.


Sþ.

253. Nefndarálit



um till. til þál. um eflingu Menningarsjóðs félagsheimila.

Frá félagsmálanefnd.



    Málið var rætt á fjórum fundum nefndarinnar. Fyrir lágu umsagnir um samhljóða þingsályktunartillögu á síðasta þingi frá Fjórðungssambandi Norðlendinga og Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, svo og skrifleg greinargerð frá Menningarsjóði félagsheimila. Umsögn barst frá stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga. Þessir aðilar taka undir markmið tillögunnar.
    Til viðræðu við nefndina komu Sigurður Þorsteinsson frá Ungmennafélagi Íslands og Kristinn Hallsson frá menntamálaráðuneytinu.
    Nefndin hafði til hliðsjónar drög að frumvarpi um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þar kemur m.a. fram að áformað er að leggja niður Félagsheimilasjóð en kveðið á um að Menningarsjóður félagsheimila starfi áfram og renni til hans 10% af skemmtanaskatti. Það hefði í för með sér verulega aukningu á tekjum sjóðsins frá því sem verið hefur.
    Í ljósi þessara áformuðu breytinga telur nefndin rétt að ríkisstjórnin beiti sér fyrir endurskoðun lagaákvæða um sjóðinn með það að markmiði að hann stuðli betur en nú er að aukinni menningarstarfsemi á landsbyggðinni.
    Nefndin flytur á sérstöku þingskjali breytingartillögu við málið og mælir með samþykkt tillögunnar svo breyttrar.

Alþingi, 15. des. 1988.



Hjörleifur Guttormsson,

Eiður Guðnason,

Guðni Ágústsson.


form., frsm.

fundaskr.



Birgir Ísl. Gunnarsson.

Hreggviður Jónsson.

Þórhildur Þorleifsdóttir.



Alexander Stefánsson.