Ferill 221. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 221 . mál.


Sþ.

401. Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um þorskveiði og úthlutun á þorskkvóta.

Frá Skúla Alexanderssyni, Geir Gunnarssyni, Karli Steinari Guðnasyni,


Ólafi Þ. Þórðarsyni, Kristni Péturssyni, Guðmundi Ágústssyni og


Guðrúnu Agnarsdóttur.



1.     Hver var úthlutun þorskkvóta samtals á hverju ári 1984–1989 til eftirtalinna skipaflokka:
. a.     togara lengri en 39 metra,
. b.     togara 39 metra og styttri,
. c.     frystitogara,
. d.     báta?
.     Enn fremur sundurliðað á eftirtalin svæði fyrir sömu ár:
.     1. Norðurfjörður til og með Þórshöfn.
.     2. Bakkafjörður til og með Djúpavogi.
.     3. Höfn til og með Vestmannaeyjum.
.     4. Stokkseyri til og með Grindavík.
.     5. Hafnir til og með Akranesi.
.     6. Arnarstapi til og með Patreksfirði.
.     7. Tálknafjörður til og með Súðavík.
2.     Hver hefur þorskveiðin verið á fyrrnefndum svæðum samtals á hverju ári 1984–1988 á hvern eftirtalinn skipaflokk:
. a.     togara lengri en 39 metra,
. b.     togara 39 metra og styttri,
. c.     frystitogara,
. d.     báta 10 brl. og stærri,
. e.     báta minni en 10 brl.?



Skriflegt svar óskast.



Prentað upp.