Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 223 . mál.


Ed.

407. Frumvarp til laga



um heimild til að hækka útsöluverð á áfengi og tóbaki.

(Lagt fyrir Alþingi á 111. löggjafarþingi 1988–89.)



1. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 16. gr. bráðabirgðalaga nr. 83/1988, um efnahagsaðgerðir, sbr. 7. gr. bráðabirgðalaga nr. 14/1988, er fjármálaráðherra heimilt að hækka útsöluverð á áfengi og tóbaki.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi þegar í stað.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Samkvæmt 16. gr. bráðabirgðalaga nr. 83/1988, um efnahagsaðgerðir, er óheimilt að hækka gjaldskrár fyrirtækja og stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga á tímabilinu 28. september 1988 til 28. febrúar 1989. Þó er heimilt að taka tillit til hækkana á verði innfluttra aðfanga enda liggi fyrir mat Verðlagsstofnunar á þeirri þörf. Samkvæmt framansögðu er að óbreyttum lögum óheimilt að hækka útsöluverð á áfengi og tóbaki nema vegna hækkana á innkaupsverði.
    Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist um 450 milljónir á árinu 1989 vegna sérstakra hækkana á áfengi og tóbaki umfram almennar verðlagsbreytingar. Ljóst er að þetta markmið næst ekki nema að heimilt verði að hækka útsöluverð á þessum vörum sem allra fyrst. Af þessum sökum er frumvarp þetta flutt en það felur í sér að heimilt verði þrátt fyrir ákvæði 16. gr. laga nr. 83/1988 að hækka útsöluverð á áfengi og tóbaki fyrir 28. febrúar 1989.