Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 260 . mál.


Sþ.

475. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um barnaefni í fjölmiðlum árið 1988.

Frá Þórhildi Þorleifsdóttur.



1.     Hve stórt hlutfall af heildarútsendingum
. a.     Ríkisútvarps–sjónvarps,
. b.     Ríkisútvarps–hljóðvarps,
    var barnaefni og hve mikið talið í mínútum árið 1988?
2.     Hve mikill hluti barnaefnis
. a.     Ríkisútvarps–sjónvarps,
. b.     Ríkisútvarps–hljóðvarps,
    var íslenskt?
3.     Hvað var miklu fé varið til innlendrar dagskrárgerðar
. a.     Ríkisútvarps–sjónvarps í heild,
. b.     Ríkisútvarps–hljóðvarps í heild,
. c.     Ríkisútvarps–sjónvarps fyrir börn,
. d.     Ríkisútvarps–hljóðvarps fyrir börn?
4.     Hve margir störfuðu að innlendri dagskrárgerð
. a.     Ríkisútvarps–sjónvarps,
. b.     Ríkisútvarps–hljóðvarps,
. c.     Ríkisútvarps–sjónvarps fyrir börn,
. d.     Ríkisútvarps–hljóðvarps fyrir börn?
5.     Hve miklu fé var varið til kaupa á erlendu sjónvarpsefni
. a. í heild,
. b.     fyrir börn?
6.     Hversu stór hluti erlends barnaefnis í sjónvarpi var með íslensku tali og hve mikið með íslenskum rittexta?
7.     Hverjir voru helstu flokkar barnaefnis (þ.e. tónlist, leikið efni, lestur, teiknimyndir o.s.frv.) í
. a.     Ríkisútvarpi–sjónvarpi,
. b.     Ríkisútvarpi–hljóðvarpi?
    Hlutfall stærstu flokkanna óskast tilgreint.
    Sams konar upplýsingar óskast um það efni sem sérstaklega er flokkað sem unglingaefni.

Greinargerð.


    Fjölmiðlar — ekki síst sjónvarp — eru miklir áhrifavaldar í uppeldi og lífi nútímabarna. Undir þeirri ábyrgð verða þeir að rísa og vanda til verksins eins og kostur er. Barnaefni er alltof lítill gaumur gefinn og ef gera á bragarbót þar á verður að hafa haldgóðar upplýsingar að styðjast við um það fé sem er til umráða, mannahald, lengd og tegund efnis sem er fyrir börn og unglinga. Samanburður á fjölmiðlum og efni þeirra er líka nauðsynlegur. Einnig samanburður á því hvernig staðið er að gerð og kaupum á efni ætluðu fullorðnum annars vegar og börnum og unglingum hins vegar. Upplýsingar af því tagi, sem hér er beðið um, gætu orðið ríkisvaldinu góð stoð í stefnumörkun og fjárveitingum.



Skriflegt svar óskast.