Ferill 282. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 282 . mál.


Sþ.

500. Beiðni um skýrslu



frá forsætisráðherra um framkvæmd ályktana Alþingis á síðastliðnum fjórum árum.

Frá Kristínu Halldórsdóttur, Árna Gunnarssyni, Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur,


Margréti Frímannsdóttur, Skúla Alexanderssyni, Valgerði Sverrisdóttur,


Albert Guðmundssyni, Guðmundi H. Garðarssyni og Guðrúnu Agnarsdóttur.



    Með vísun til 30. gr. þingskapa óskum við undirritaðir alþingismenn eftir því að forsætisráðherra flytji Alþingi skýrslu um framkvæmd ályktana Alþingis árin 1984–1988. Óskað er að í skýrslunni birtist sérhver samþykkt ályktun á þessu tímabili, hverjir voru flutningsmenn tillögunnar, hvenær hún var samþykkt og glögg greinargerð um framkvæmd viðkomandi ráðuneytis.
    Óskað er að skýrslan verði tekin til umræðu á Alþingi þegar henni hefur verið útbýtt.

Alþingi, 16. febr. 1989.



Kristín Halldórsdóttir.

Árni Gunnarsson.

Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.



Margrét Frímannsdóttir.

Skúli Alexandersson.

Valgerður Sverrisdóttir.



Albert Guðmundsson.

Guðmundur H. Garðarsson.

Guðrún Agnarsdóttir.




    Til forseta sameinaðs Alþingis, Alþingi.