Ferill 176. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 176 . mál.


Nd.

596. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á áfengislögum, nr. 82 2. júlí 1969, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið skriflegar umsagnir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, áfengisvarnarráði, Stórstúku Íslands, lögreglustjóranum í Reykjavík og Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda. Einnig mættu fulltrúar áfengisvarnarráðs á fund nefndarinnar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeirri breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingin felur í sér að 9. gr. frumvarpsins falli niður. Sú grein fjallar um áfengisvarnir og nefndin er sammála um að réttara sé að ákvæði hennar bíði heildarendurskoðunar þess kafla áfengislaga sem fjallar um áfengisvarnir.
    Sighvatur Björgvinsson og Kristinn Pétursson voru fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. mars 1989.



Jón Kristjánsson,

Kristín Halldórsdóttir,

Guðni Ágústsson.


form., frsm.

fundaskr.



Friðjón Þórðarson.

Geir Gunnarsson.