Ferill 103. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 103 . mál.


Nd.

637. Breytingartillögur



við frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1989.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (PP, RA, ÁrnG, GGÞ).



1.     Við 5. gr.
. a.     Upphaf greinarinnar orðist svo:
..      Heimilt er, að höfðu samráði við fjárveitinganefnd Alþingis, að taka lán vegna skuldbreytinga sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra sem hér segir:
. b.     7. tölul. orðist svo:
..      Aðrar skuldbreytingar vegna greiðsluvandkvæða, lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 100.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
2.     Við 28. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Þó er fjármálaráðherra heimilt, að höfðu samráði við landbúnaðarráðherra og fjárveitinganefnd Alþingis, að semja um uppgjör ógreiddra framlaga til jarðræktarframkvæmda á árinu 1988.
3.     Við 29. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Þó er fjármálaráðherra heimilt, að höfðu samráði við landbúnaðarráðherra og fjárveitinganefnd Alþingis, að semja um uppgjör ógreiddra framlaga til búfjárræktar á árinu 1988.
4.     Á eftir 43. gr. komi ný grein er orðist svo:
.      Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, er heimilt að höfðu samráði við fjárveitinganefnd Alþingis að semja við Þormóð ramma hf. um ráðstafanir til að bæta fjárhag fyrirtækisins.



Prentað upp.