Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 244 . mál.


Ed.

648. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 87/1985, um sparisjóði.

Frá 1. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (VS, JE, KSG).



1.     Við 2. gr. Lokamálsliður 1. efnismgr. orðist svo: Séu sveitarstjórnir einu sparisjóðsaðilarnir kjósa hlutaðeigandi sveitarstjórnir, eða fulltrúar þeirra, alla stjórnina í samræmi við samþykktir sparisjóðsins.
2.     Fyrri efnismálsgrein 4. gr. falli brott.
3.     Á eftir 4. gr. komi ný grein er orðist svo:
.      Orðin: „sbr. þó 70. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. 20. gr. laganna falli brott.
4.     Á eftir 4. gr. komi enn ný grein er verði 6. gr. og orðist svo:
.      Við 25. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðist svo:
.      Sparisjóðsstjórn, eða stjórn Sambands íslenskra sparisjóða, sbr. fyrri málsgrein þessarar greinar, ákvarðar vexti sparisjóðs og gjaldskrá fyrir einstaka þætti starfseminnar að fengnum tillögum sparisjóðsstjóra. Sparisjóðsstjórn, eða stjórn Sambands íslenskra sparisjóða, fjallar einnig um vexti af skuldabréfum sem sparisjóður gefur út og þá vexti sem sparisjóður áskilur sér við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum. Við umfjöllun um vexti eða kaupgengi viðskiptavíxla og viðskiptaskuldabréfa skal sparisjóðsstjórn, eða stjórn Sambands íslenskra sparisjóða, sbr. fyrri málsgrein þessarar greinar, gæta þess að ávöxtunarkrafa sparisjóðsins sé sambærileg við ávöxtun almennra útlána sparisjóðsins í hliðstæðum áhættuflokkum.
5.     Á eftir 5. gr. komi ný grein er verði 8. gr. og orðist svo:
.      Ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 70. gr. laganna falla brott.



Prentað upp.