Ferill 103. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 103 . mál.


Nd.

677. Frumvarp til lánsfjárlaga



fyrir árið 1989.

(Eftir 2. umr. í Nd., 21. mars.)



    Samhljóða þskj. 512 með þessum breytingum:

    5. gr. hljóðar svo:
    Heimilt er, að höfðu samráði við fjárveitinganefnd Alþingis, að taka lán vegna skuldbreytinga sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra sem hér segir:
1.     Hitaveita Akureyrar, lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 155.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
2.     Hitaveita Egilsstaða og Fella, lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 16.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
3.     Hitaveita Eyrar, lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 15.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
4.     Hitaveita Siglufjarðar, lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 36.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
5.     Fjarhitun Vestmannaeyja, lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 25.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
6.     Hitaveita Suðureyrar, lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 60.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
7.     Aðrar skuldbreytingar vegna greiðsluvandkvæða, lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 100.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.

    44. gr. hljóðar svo:
    Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, er heimilt að höfðu samráði við fjárveitinganefnd Alþingis að semja við Þormóð ramma hf. um ráðstafanir til að bæta fjárhag fyrirtækisins.

    45. gr. hljóðar svo:
    Lántökuheimildir samkvæmt I. kafla gilda á árinu 1989. Heimildir samkvæmt lögum þessum verða þó nýttar til 1. júlí 1990 standi sérstaklega á og samþykki fjármálaráðherra komi til.

    46. gr. hljóðar svo:
    Lög þessi öðlast þegar gildi.