Ferill 498. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 498 . mál.


Sþ.

996. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um eftirgjöf opinberra gjalda Tímans og Nútímans hf.

Frá Matthíasi Á. Mathiesen.



1.     Hversu mikil fjárhæð var gefin eftir af opinberum gjöldum Dagblaðsins Tímans og Nútímans hf. til ríkissjóðs, þar með taldir dráttarvextir, aðgreint á þessa tvo skattaðila?
2.     Hvenær var eftirgjöfin veitt og hvaða heimildir telur fjármálaráðherra sig hafa til eftirgjafar opinberra gjalda þessara tveggja fyrirtækja?
3.     Hvaða innheimtuaðgerðir hafði ríkissjóður haft uppi til innheimtu opinberra gjalda fyrirtækjanna áður en eftirgjöf fór fram?