Ferill 465. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 465 . mál.


Ed.

1083. Nefndarálit



um frv. til l. um búfjárrækt.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið á nokkrum fundum. Nefndin mætti, ásamt landbúnaðarnefnd neðri deildar, á aukafund búnaðarþings og fylgdist með umræðum um málið þar. Þá komu búfjárræktar- og jarðræktarnefndir búnaðarþings á sameiginlegan fund landbúnaðarnefnda þingsins til viðræðna um frumvarpið. Síðan hélt nefndin fund með Magnúsi Sigurðssyni á Gilsbakka, formanni búfjárræktarnefndar búnaðarþings, Bjarna Guðráðssyni í Nesi, formanni jarðræktarnefndar búnaðarþings, og Jónasi Jónssyni búnaðarmálastjóra og á þeim fundi var farið mjög rækilega yfir frumvarpið.
    Að lokinni athugun og viðræðum við áðurgreinda aðila leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem fluttar eru á sérstöku þingskjali. Að meginhluta byggjast þær breytingar á tillögum búnaðarþings.
    Með samþykkt þessa frumvarps standa eftir í gildandi búfjárræktarlögum fyrst og fremst ákvæði er taka til búfjárhalds. Þó eru enn í þeim lögum nokkur atriði sem falla undir búfjárrækt, m.a. um lausagöngu. Þau atriði verða hins vegar felld inn í væntanleg lög um búfjárrækt við endurskoðun gildandi búfjárræktarlaga og setningu nýrra laga um búfjárhald. Nefndin telur nauðsynlegt að endurskoðun á gildandi búfjárræktarlögum verði lokið sem fyrst.

Alþingi, 6. maí 1989.



Skúli Alexandersson,

Guðrún Agnarsdóttir,

Egill Jónsson.


form., frsm.

fundaskr.



Valgerður Sverrisdóttir.

Þorv. Garðar Kristjánsson.

Karvel Pálmason.



Jón Helgason.