Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 393 . mál.


Ed.

1101. Nefndarálit



um frv. til l. um málefni aldraðra.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið á mörgum fundum og fékk til viðræðna um það Þór Halldórsson, yfirlækni á Landspítalanum, Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga, Ásgeir Jóhannesson frá Sunnuhlíðarsamtökunum, séra Sigurð H. Guðmundsson, Skjóli, Guðrúnu Gísladóttur, Grund, Pétur Sigurðsson, Hrafnistu, og Árna Sigfússon, formann félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar. Þá starfaði Dögg Pálsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, með nefndinni.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem fluttar eru á sérstöku þingskjali. Nefndin hefur í breytingartillögum sínum haft hliðsjón af ábendingum frá þeim aðilum sem komið hafa á fund nefndarinnar auk þess sem gerðar hafa verið breytingar í samræmi við óskir sem fram komu á ráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga og Öldrunarráðs Íslands um heimaþjónustu sem haldin var 5. maí sl.
    Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja og fylgja breytingartillögum er fram kunna að koma.

Alþingi, 8. maí 1989.



Valgerður Sverrisdóttir,

Salome Þorkelsdóttir,

Guðmundur H. Garðarsson,


form., frsm.

fundaskr., með fyrirvara.

með fyrirvara.



Karl Steinar Guðnason.

Stefán Guðmundsson.

Margrét Frímannsdóttir.



Guðrún Agnarsdóttir.