Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 343 . mál.


Nd.

1120. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 77 1. október 1981, um dýralækna, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr. í Nd., 9. maí.)



1. gr.

    Við 2. gr. laganna, sbr. l. nr. 69/1982 og l. nr. 61/1985, bætist ný málsgrein er verði 4. mgr. og orðist svo:
    Landbúnaðarráðherra ákveður að fengnum tillögum yfirdýralæknis hvar héraðsdýralæknar hafa búsetu.

2. gr.

    5. gr. laganna, sbr. 2. gr. l. nr. 61/1985, orðast svo:
    Forseti skipar yfirdýralækni, héraðsdýralækna og dýralækni fisksjúkdóma. Skipun yfirdýralæknis skal lengst gilda til 6 ára í senn.
    Ráðherra skipar þrjá dýralækna í nefnd er metur hæfni umsækjenda í stöðu héraðsdýralæknis og gerir tillögur til ráðherra um röð umsækjenda þegar fleiri en einn sækja. Einn nefndarmanna skal skipa eftir tilnefningu yfirdýralæknis, einn eftir tilnefningu Dýralæknafélags Íslands og einn án tilnefningar, og skal hann vera formaður nefndarinnar. Sömu aðilar tilnefna varamenn. Nefndin skal skipuð til þriggja ára í senn. Ráðherra setur nefndinni starfsreglur.
    Dýralæknar skulu fá greiðslu fyrir störf sín og ferðir fyrir einstaklinga og hið opinbera samkvæmt gjaldskrá sem landbúnaðarráðherra setur að fengnum tillögum stéttarfélags dýralækna og er þeim óheimilt að taka hærri greiðslur fyrir störf sín en þar er kveðið á um.
    Meðan ekki fást dýralæknar í hin lögákveðnu dýralæknisumdæmi og þegar nauðsyn krefur er héraðsdýralækni skylt eftir ákvörðun ráðherra að gegna dýralæknisstörfum í nágrannaumdæmi gegn hálfum byrjunarlaunum í því umdæmi.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.



Prentað upp.