Ferill 506. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 506 . mál.


Nd.

1127. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 29 29. apríl 1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.

Frá fjárhags- og viðskiptanefnd.



1. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
    Stjórn sjóðsins er heimilt að taka í tölu sjóðsfélaga starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar hefur haft til athugunar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 29 29. apríl 1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Við umfjöllun nefndarinnar um málið hefur komið í ljós að fulltrúar stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafa ýmsar veigamiklar athugasemdir fram að færa við sum ákvæði frumvarpsins. Nefndin telur því ástæðu til að ríkisstjórnin láti kanna málið nánar eða því verði vísað til þeirra aðila sem hafa með heildarendurskoðun lífeyrissjóðalaga að gera. Það er hins vegar einn þáttur í frumvarpinu sem nefndin og sjóðsstjórnin eru sammála um að nauðsynlegt sé að lögfesta og sá þáttur varðar starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Starfsmenn hljómsveitarinnar hafa árum saman átt aðild að sjóðnum en á síðasta ári var lögð fram álitsgerð lögfróðs manns þess efnis að aðild starfsmanna Sinfóníuhljómsveitarinnar samrýmdist ekki ákvæðum laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Í álitsgerðinni kom fram að það breyti engu þótt lögin kveði á um skylduaðild ríkisstarfsmanna og heimili aðild starfsmanna sveitarfélaga. Verður að telja eðlilegt að hið sama gildi um starfsmenn stofnana sem ríkið og sveitarfélög eiga eða reka í sameiningu.
Nefndin telur því brýnt að lögfest verði ótvíræð heimild til handa sjóðsstjórn að taka starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tölu sjóðsfélaga. Í því skyni flytur nefndin frumvarp til laga þess efnis að sett verði bráðabirgaðákvæði um aðild starfsmanna Sinfóníuhljómsveitarinnar meðan lögin um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eru í frekari athugun.