Ferill 387. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 387 . mál.


Sþ.

1163. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Júlíusar Sólness um fjárreiður fræðslustjóraembætta landsins.

    Fyrirspurnin hljóðar þannig:
     „Hverjar voru fjárveitingar samkvæmt fjárlögum 1983–1988 til starfsemi á vegum allra embætta fræðslustjóra á landinu? Hverjar urðu fjárveitingar til f ræðslustjóranna samkvæmt niðurstöðum ríkisreikninga sama tímabil? Óskað er eftir að fram komi hlutfallslegar breytingar milli fjárlaga og reiknings, þ.e. hversu miklu var eytt umfram fjárlög. Enn fremur hverjar heildarniðurstöður fjárlaga og ríkisreikninga voru þetta sama tímabil hvað varðar rekstur ríkisins og hver hlutfallsleg eyðsla varð umfram fjárlög.“
    Að beiðni ráðuneytisins hefur ríkisbókhald tekið saman meðfylgjandi tölulegar upplýsingar til svars fyrirspurninni.
    Til nánari skýringa er rétt að taka fram að kostnaður við starfsemi á vegum embætta fræðslustjóra á landinu er ekki sérstaklega sundurliðaður í fjárlögum ár hvert heldur heildarkostnaður vegna fræðsluumdæmanna.
    Meðfylgjandi yfirlit sýnir því annars vegar heildargjöld samkvæmt ríkisreikningi og hins vegar niðurstöður fjárlaganna vegna þessara fræðsluumdæma. Er því gert ráð fyrir að annar liður fyrirspurnarinnar eigi við heildarútgjöld til þessara mála samkvæmt niðurstöðum ríkisreikninga enda þótt spurt sé um hverjar urðu fjárveitingar til fræðslustjóranna.


Repró ... töflur í Gutenberg.