Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 430 . mál.


Nd.

1207. Nefndarálit



um frv. til l. um Félagsmálaskóla alþýðu.

Frá meiri hl. félagsmálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og leggur meiri hl. til að það verði samþykkt eins og það kemur frá efri deild. Eftirtaldir komu á fund nefndarinnar til viðræðna um frumvarpið: Helgi Guðmundsson frá ASÍ, Þorvarður Elíasson frá Verslunarskóla Íslands, Sólrún B. Jensdóttir frá menntamálaráðuneyti, Þórarinn V. Þórarinsson og Hrafnhildur Stefánsdóttir frá VSÍ, Ásdís Sigurjónsdóttir og Gunnar Haraldsson frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun.
    Margar athyglisverðar ábendingar komu fram sem meiri hl. sér þó ekki ástæðu til að fjölyrða um, en vill leggja áherslu á að skólinn verði opinn öllum sem áhuga hafa á að stunda það nám sem hann býður upp á.
    Guðrún Helgadóttir var fjarstödd lokaafgreiðslu málsins, en er samþykk efni frumvarpsins.

Alþingi, 16. maí 1989.



Jón Sæmundur Sigurjónsson,

Jón Kristjánsson.

Eggert Haukdal.


form., frsm.



Alexander Stefánsson.