Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 430 . mál.


Nd.

1216. Breytingartillögur



við frv. til l. um Félagsmálaskóla alþýðu.

Frá 2. minni hl. félagsmálanefndar (KE).



1.     Við 3. gr. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 6. mgr. og í stað sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi: menntamálaráðherra.
2.     Við 5. gr.
. a.     Í stað orðsins „fjórir“ í 1. málsl. fyrri málsgreinar komi: þrír.
. b.     Á eftir orðunum „Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja“ í lok 1. málsl. fyrri málsgreinar bætist: einn af félagsmálaráðherra.
3.     Við 6. gr. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytisins“ í fyrri málsgrein og í stað sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi (í viðeigandi beygingarföllum): menntamálaráðuneyti.