Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 393 . mál.


Nd.

1243. Breytingartillögur



við frv. til l. um málefni aldraðra.

Frá Geir H. Haarde, Ragnhildi Helgadóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur.



1.     Við 10. gr. 1. tölul. orðist svo:
.      Beint framlag ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum hverju sinni. Skal framlagið miðast við 2500 kr. á hvern tekjuskattsgjaldanda á aldrinum 16–70 ára sem hefur tekjuskattsstofn 530.196 kr. eða lægri á árinu 1988. Viðmiðunarframlagið á hvern gjaldanda skal breytast árlega í samræmi við breytingar er verða kunna á byggingarvísitölu. Tekjuviðmiðun skal breytast árlega í samræmi við þær breytingar sem verða á persónuafslætti skv. 68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og innheimtuhlutfalli viðkomandi staðgreiðsluárs samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 9. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.
2.     Við 31. gr. 2. málsl. falli brott.